Fróðleiksmoli dagsins :)
Endaþarmsleikir - gullnu reglurnar
1. Endaþarmsmök (tippi sett inn) er lang sjaldgæfasta form þerminautna. Lang
algengast er að fólk noti fingur til leikja og örvunar t.d. meðan samfarir
eða munngælur standa yfir.
2. Ef einhverju er stungið inn í endaþarminn verður að gæta þess að
hluturinn sé breiðastur við endann. Fólk hefur lent í óskemmtilegum
uppákomum þegar hitt og annað hefur sogast inn og ekki viljað út svo gjörla.
Í kynlífsleikfangabúðum fást líka sérhönnuð leikföng s.s. rasstappar
(buttplug) eða perlufestar sem stundum eru reyndar nefndar startspottar
vegna þess að þeim skal komkið fyrir innan við endaþarmsopið og svo er kippt
aldsnöggt í spottann þegar fullnægingin kemur – rétt eins og þegar sláttuvél
er settt í gang. Einnig er hægt að nota lítinn titrara við endaþarmsopið eða
rétt fyrir innan það.
3. Sumir njóta þess að sleikja eða láta sleikja á sér endaþarmsopið (kallað
rimming eða analingus á útlensku). Þetta er líklega sú endaþarmsiðja sem
býður upp á hvað mest óhreinindi og því stunda flestir hana strax eftir gott
bað. Það er líka ráðlagt að nota einhvers konar vörn milli þarms og tungu,
t.d. smokk klipptan eftir endilöngu, klipptan latex hanska eða bara gamla
góða vita-vrap plastið úr eldhúsinu.
4. Endaþarmsmök þurfa ekki að vera sársaukafull. Galdurinn er að fara
varlega og nota nóg af sleipiefni. Þiggjandinn þarf að geta slakað á og
treyst mótaðilanum algjörlega og hann þarf líka að geta sagt nei þar til
hann er tilbúinn. Mótaðilinn ber hins vegar ábyrgð á að virða algjörlega
óskir þiggjandans og ganga aldrei lengra en hann leyfir. Endaþarmurinn
framleiðir ekki eigin sleipuefni í sama magni og leggöngin og því er
nauðsynlegt að nota utanaðkomandi sleipiefni – góð regla er að nota alltaf
aðeins meira en manni finnst vera nóg. Munið að efni sem innihalda olíu
eyðileggja latex smokka. Prófið KY-gel eða Astroglide sem fást í apótekum.
5. Þerminautnir eru ýmiss konar. Mesta þéttni taugaendanna er kringum opið
sjálft en þegar innar dregur eru aðallega til staðar taugaendar sem nema
þrýsting. Sumir njóta þess að finna fyllingu inni í þarminum, sérstaklega
þeir sem stunda fisting eða hnefaleika. Þá eru nokkrir fingur eða jafnvel
öll höndin færð ofurvarlega inn fyrir endaþarmsopið – en ekki reyna það án
þess að lesa ykkur til um iðjuna fyrst.
6. Blöðruhálskirtil karlmanna liggur utan um þvagrásina við framvegg
endaþarmsins og þrýstingur eða nudd á það svæði gefur mikla nautn. Eina
leiðin beint að þessum stað er gegnum endaþarminn. Þannig er líka hægt að
komast vel að rót limsins sem liggur innan líkamans og örvun þar er víst
ekki af verri endanum.
7. Þerminautnir geta ekki síst verið af andlegum toga. Það getur verið
kyntryllandi að fara inn á forboðið svæði og gera hluti sem eru dásamlega
dónalegir. Fyrir aðra er endaþarmurinn sérstakur leynistaður og það að deila
honum með elskhuga partur af því að opna sig og gefa af sér.
8. Þermiörvun getur leitt til fullnægingar. Lítill hluti manna og kvenna
getur upplifað fullnægingu af þermiörvun eingöngu. Líklega gerist það hjá
konum vegna samdrátta í grindarbotnsvöðvum eða jafnvel hinum andlega æsingi
sem fylgir athöfninni. Örvun blöðruhálskirtilsins og reðurrótarinnar er
líkleg ástæða hjá karlmönnum.
9. Það gilda ekki sömu reglur um leggöngin og endaþarminn. Það er mikilvægt
að muna að bakteríuflóra legganganna er allt önnur og forðast skyldi að láta
bakteríur úr endaþarmi komast þangað vegna sýkingarhættu.
10. Það er ekki nauðsynlegt að gera á sér mikla hægðaúthreinsun fyrir hvern
endaþarmsleik sem áformaður er. Oftast dugar að hafa góðar hægðir áður og
skella sér í sturtu eða bað.
Já. Það er eins gott að fara varlega í þerminautnunum