Dead sexy “mamma” á tjúttinu!!!
Jæja hvernig er að vera ung kona,í sambandi,með nokkur börn,fulla vinnu,góða vini og heilt heimili?
Núna er maður bara íslendingur og fer út að “djamma” nokkur skipti á ári (mismikið eftir árstímum og getu) en málið er að einhversstaðar gleymdist að forita “íslendingagenið” til að það samhæfist við “mömmuhlutverkið”. Hvað á ég við? Tökum sem dæmi 2 daga í lífi mínu…..
Föstudagur: Vaknað klukkan 5:30, skellt sér í skvass eins og flottri og fit konu sæmir (eða að minnsta kosti “wanna be” flottri og fit. Þessir dagar alveg brill því þá fer karlinn með “dýrin” í gæslu og ég þarf bara að hugsa um mig og mína vinnu til kl 16:00. Þá er hlaupið til handa og fóta rokið til dagmúttunar, þaðan á leikskólann, öllum húrrað í búð og reddað öllu þar á sem skemmstum tíma og vonað að börnin verði manni ekki til skammar með sífeldum öskrum og látum. “Hérna eru vínber…gefðu systir þinni líka svo hún hætti þessum látum, mamma er að reyna að flýta sér” . Ég meina það fyrir nokkrum árum (pre baby árum) stóð maður sjálfur í búðinni og hugsaði “ vá maður uppeldið á þessum bæ, enginn agi á þessum börnum” jæja löngu búin að éta það ofan í mig ásamt svo mörgu öðru.
Heim er komið með “dýrin” og dót. Allt á fullu frá 17:00 -20:00, stutta útgáfan = Eldað,matað og matast, þvottaprógram,baðprógram, svefnprógram barna og allir að sofa. JIBBÍ.. komið helgarfrí!!!!! Og hvernig nýtir maður það? Leggst í sófan og nær kannski að horfa á Idol stjörnuleit aður en maður bókstaflega “deyr” í sófanum. Vaknar svo þar um miðja nótt og rétt skríður inn í rúm áður en næsti dagur hefst á ný.
Laugardagur: Vaknað oftast fyrir átta, samningsviðræður foreldrana hefjast um hvort á að fara á fætur og endar svo með því að allir skella sér á fætur. Fjölskyldan tekur sig til og sinnir smá húsverkum og bíða eftir því að Ikea eða Smáralindin opna og skella sér svo í smá svona “fjölskyldurúnt”. Dagurinn líður og komið er að því að “mamma” þarf að fara að græja sig af því að hún er að fara út á lífið með gellunum.
Upp hefst heljarinnar ferli, í hverju á að fara? Notast við útilokunaraðferðina: Hvað passar? Þessi kjóll hlýtur að passa…. Bíddu nei alveg rétt ég ætlaði að vera í honum þegar ég væri búin að grenna mig eftir fyrsta barn (spurning hvort maður ætti ekki bara að henda hel#%&/ kjólnum sem er sífeld áminning Atkins og allra hinna megrunarkúrana) Ég meina af hverju dettur manni í hug að kaupa sér föt sem maður ætlar að grennast í, það er nógu erfitt að fitna ekki upp út fötunum sem maður á, jæja það er annað og allt of dýpra mál. Fötin fundin, niðurstaðan var samfellustrekkjarinn með shock up sokkabuxum og eitthvað pils og bolur utan yfir “herleghiden”. Allt nógu strekkt og fallegt til að komast í “damn I´m sexy” gírinn eftir nokkuð magn áfengis. Eftir þónokkurn tíma við þetta mál eru börnin komin í “síðdegisgírinn” og hafa aðeins of mikla þörf fyrir “mömmu” þótt að pabbi sé heima. Eina ráðið er að flyja á nýjan stað og klára ferlið þar.
Brunað til Báru, með hvítvín í “einari” og “bjútíkittið” í hinni. Núna er flaskan rifin upp enda algjörlega komin tími til að byrja klukkan að verða 20:00 og við allar ekki tilbúnar. Hamast við að klára hár og andlit og sötraður smá léttari og reykt nokkrar sígó í leiðinni. Jæja þá er allt sem hægt var að slétta orðið slétt og fínt og við getum einbeitt okkur að því að reyna að “beygja” umhverfið með drykkju.
Situm að sulli í marga klukkutíma, 8 “dropp dead georgeus” gellur. Búnar að syngja og tjútta við mishallærisleg lög og nágrannarnir við það að fara að hringja á lögregluna vegan ónæðis þegar við ákveðum að pilla okkur í miðbæinn. “Majónesan orðin gul og Bára komin í bleyti” leigubílaferlið í gang, samningsviðræður hvert skal haldið og niðurstaðan er Hverfisbarinn, því af hverju í djö…er ekki karokíbar niður í bæ þegar maður þarf á honum að halda..….. Þar er labbað inn í þeim gír að ég skilji ekki hvers vegna hver einasti karlmaður á staðnum hrynji ekki í gólfið við það eitt að sjá svona frábært “eintak” af kvennmanni eins og mig, því á þessum tímapunkti er ekkert og enginn sem gæti sannfært mig um annað en að ég sé Guðs gjöf til manna og liggur við, meyja. Upphefst brjálað “bömp” á dansgólfinu því að sjálfsögðu þarf jafn “glæsileg skutla” og ég þarf mitt “space”. Í baráttunni um svæðið er enginn tími fyrir barferðir þannig að það er annaðhvort skipaður “aðili” í málið eða bara gripið næsta glas sem framhjá flýgur….og næsta og næsta(bíð eftir því að rekast á glas með Rohypnol en hugurinn leitar ekki þangað fyrr en a.m.k. sólahring síðar). Eins og einhver orðaði svo vel hérna um árið þá Anyway…. Við hvern sopann og hvert glasið sannfærist undirritaður enn frekar um eigið ágæti og er nú komin upp á ýmist stóla eða borð (bara spurning hvort er stöðugara á tilteknum stað) til að sýna sem flestum hverju þeir eru að missa af því þessi fugl er flogin og lentur í hreiðri. Heilbrigt og gott daður á sér stað án kostaðar þess gífurlega mikla ferlis að vera svona “sæt og skemmtileg” á djamminu. Jæja klukkan orðin eitthvað, það á að loka hverfisbarnum! Jæja við ákveðum hvort við viljum djamma meira! heilasellurnar aðeins komnar í gang með það “að það er líf eftir djammið” Við ákveðum að fara á “nonster” og fá okkur bát áður en haldið er heim á leið. Jæja það er fer ekki minna fyrir manni þar en annars staðar og ekki skilur maður af hverju manni er ekki veitt þjónusta A.S.A.P. Ungfrú þreytt og full, þarf að komast heim að sofa!!!!
Jæja stokkið í Taxa og á milli bita klöngrast upp eitthvað sem líkist heimilisfanginu mínu og þangað er haldið (“leigarinn” búin að banna manni að borða en samt er ekkert eftir að matnum þegar heim er komið….það er eins og kaninn segir “don´t get between a drunk woman and her eating”) jæja ennþá jafn sanfærð um hversu getnaðarleg ég er hugsa ég mér gott til glóðarinnar þegar heim er komið, lít á klukkuna og “hvað…..klukkan orðin 8….” Jæja enginn heimaleikfimi upp úr þessu, beint í sturtu og láta renna af sér. Hitti fjölskylduna í mýflugumynd þegar ég skríð inn í rúm algjörlega búin að átta mig á því að ég þurfi að fara að leika “mömmu” eftir vonandi nokkurra klukkutíma svefn. Ég “dey” drottni mínum í rúminu og veit ekki af mér fyrr en allt í einu……..
Maðurinn minn pikkar í míg “Ég á teig, eftir hálftíma” ég get ekki einu sinni hugsað, veit varla hvað ég heiti. Lít á klukkuna og hugsa “golf ….bíddu og hvað er klukkan” mér til mikillar skelfingar er klukkan bara 11:30….byrja strax að reikna….”8 klukkutímar þangað til börnin sofna” og sannfæri svo sjálfan mig “ÉG GET ÞETTA,ÉG GET ÞETTA” stend svo upp og ákveð að “massa dæmið”…..hugsa svo “vá hvað ég geri þetta ekki aftur í bráð………vildi stundum að ég gæti bara hangið eins og grænmeti með öllu hina skelþunnafólkinu og hlegið af sjálfri mér og hinum yfir hegðun allra (mín stendur þó einhvernveginn alltaf upp úr, veit ekki hvað veldur …spurning um Hegðunarnámskeið????) En einhvernveginn kemst maður alltaf í gengum þetta án þess að valda “fjölskyldunni” ævilangri áskrift hjá geðlæknum og gleymir þessu svo þegar kemur að næsta djammi…. “memo to me” MUNA AÐ FÁ PÖSSUN DAGINN EFTIR”
Kveðja Inger….
Jæja hvernig er að vera ung kona,í sambandi,með nokkur börn,fulla vinnu,góða vini og heilt heimili?
Núna er maður bara íslendingur og fer út að “djamma” nokkur skipti á ári (mismikið eftir árstímum og getu) en málið er að einhversstaðar gleymdist að forita “íslendingagenið” til að það samhæfist við “mömmuhlutverkið”. Hvað á ég við? Tökum sem dæmi 2 daga í lífi mínu…..
Föstudagur: Vaknað klukkan 5:30, skellt sér í skvass eins og flottri og fit konu sæmir (eða að minnsta kosti “wanna be” flottri og fit. Þessir dagar alveg brill því þá fer karlinn með “dýrin” í gæslu og ég þarf bara að hugsa um mig og mína vinnu til kl 16:00. Þá er hlaupið til handa og fóta rokið til dagmúttunar, þaðan á leikskólann, öllum húrrað í búð og reddað öllu þar á sem skemmstum tíma og vonað að börnin verði manni ekki til skammar með sífeldum öskrum og látum. “Hérna eru vínber…gefðu systir þinni líka svo hún hætti þessum látum, mamma er að reyna að flýta sér” . Ég meina það fyrir nokkrum árum (pre baby árum) stóð maður sjálfur í búðinni og hugsaði “ vá maður uppeldið á þessum bæ, enginn agi á þessum börnum” jæja löngu búin að éta það ofan í mig ásamt svo mörgu öðru.
Heim er komið með “dýrin” og dót. Allt á fullu frá 17:00 -20:00, stutta útgáfan = Eldað,matað og matast, þvottaprógram,baðprógram, svefnprógram barna og allir að sofa. JIBBÍ.. komið helgarfrí!!!!! Og hvernig nýtir maður það? Leggst í sófan og nær kannski að horfa á Idol stjörnuleit aður en maður bókstaflega “deyr” í sófanum. Vaknar svo þar um miðja nótt og rétt skríður inn í rúm áður en næsti dagur hefst á ný.
Laugardagur: Vaknað oftast fyrir átta, samningsviðræður foreldrana hefjast um hvort á að fara á fætur og endar svo með því að allir skella sér á fætur. Fjölskyldan tekur sig til og sinnir smá húsverkum og bíða eftir því að Ikea eða Smáralindin opna og skella sér svo í smá svona “fjölskyldurúnt”. Dagurinn líður og komið er að því að “mamma” þarf að fara að græja sig af því að hún er að fara út á lífið með gellunum.
Upp hefst heljarinnar ferli, í hverju á að fara? Notast við útilokunaraðferðina: Hvað passar? Þessi kjóll hlýtur að passa…. Bíddu nei alveg rétt ég ætlaði að vera í honum þegar ég væri búin að grenna mig eftir fyrsta barn (spurning hvort maður ætti ekki bara að henda hel#%&/ kjólnum sem er sífeld áminning Atkins og allra hinna megrunarkúrana) Ég meina af hverju dettur manni í hug að kaupa sér föt sem maður ætlar að grennast í, það er nógu erfitt að fitna ekki upp út fötunum sem maður á, jæja það er annað og allt of dýpra mál. Fötin fundin, niðurstaðan var samfellustrekkjarinn með shock up sokkabuxum og eitthvað pils og bolur utan yfir “herleghiden”. Allt nógu strekkt og fallegt til að komast í “damn I´m sexy” gírinn eftir nokkuð magn áfengis. Eftir þónokkurn tíma við þetta mál eru börnin komin í “síðdegisgírinn” og hafa aðeins of mikla þörf fyrir “mömmu” þótt að pabbi sé heima. Eina ráðið er að flyja á nýjan stað og klára ferlið þar.
Brunað til Báru, með hvítvín í “einari” og “bjútíkittið” í hinni. Núna er flaskan rifin upp enda algjörlega komin tími til að byrja klukkan að verða 20:00 og við allar ekki tilbúnar. Hamast við að klára hár og andlit og sötraður smá léttari og reykt nokkrar sígó í leiðinni. Jæja þá er allt sem hægt var að slétta orðið slétt og fínt og við getum einbeitt okkur að því að reyna að “beygja” umhverfið með drykkju.
Situm að sulli í marga klukkutíma, 8 “dropp dead georgeus” gellur. Búnar að syngja og tjútta við mishallærisleg lög og nágrannarnir við það að fara að hringja á lögregluna vegan ónæðis þegar við ákveðum að pilla okkur í miðbæinn. “Majónesan orðin gul og Bára komin í bleyti” leigubílaferlið í gang, samningsviðræður hvert skal haldið og niðurstaðan er Hverfisbarinn, því af hverju í djö…er ekki karokíbar niður í bæ þegar maður þarf á honum að halda..….. Þar er labbað inn í þeim gír að ég skilji ekki hvers vegna hver einasti karlmaður á staðnum hrynji ekki í gólfið við það eitt að sjá svona frábært “eintak” af kvennmanni eins og mig, því á þessum tímapunkti er ekkert og enginn sem gæti sannfært mig um annað en að ég sé Guðs gjöf til manna og liggur við, meyja. Upphefst brjálað “bömp” á dansgólfinu því að sjálfsögðu þarf jafn “glæsileg skutla” og ég þarf mitt “space”. Í baráttunni um svæðið er enginn tími fyrir barferðir þannig að það er annaðhvort skipaður “aðili” í málið eða bara gripið næsta glas sem framhjá flýgur….og næsta og næsta(bíð eftir því að rekast á glas með Rohypnol en hugurinn leitar ekki þangað fyrr en a.m.k. sólahring síðar). Eins og einhver orðaði svo vel hérna um árið þá Anyway…. Við hvern sopann og hvert glasið sannfærist undirritaður enn frekar um eigið ágæti og er nú komin upp á ýmist stóla eða borð (bara spurning hvort er stöðugara á tilteknum stað) til að sýna sem flestum hverju þeir eru að missa af því þessi fugl er flogin og lentur í hreiðri. Heilbrigt og gott daður á sér stað án kostaðar þess gífurlega mikla ferlis að vera svona “sæt og skemmtileg” á djamminu. Jæja klukkan orðin eitthvað, það á að loka hverfisbarnum! Jæja við ákveðum hvort við viljum djamma meira! heilasellurnar aðeins komnar í gang með það “að það er líf eftir djammið” Við ákveðum að fara á “nonster” og fá okkur bát áður en haldið er heim á leið. Jæja það er fer ekki minna fyrir manni þar en annars staðar og ekki skilur maður af hverju manni er ekki veitt þjónusta A.S.A.P. Ungfrú þreytt og full, þarf að komast heim að sofa!!!!
Jæja stokkið í Taxa og á milli bita klöngrast upp eitthvað sem líkist heimilisfanginu mínu og þangað er haldið (“leigarinn” búin að banna manni að borða en samt er ekkert eftir að matnum þegar heim er komið….það er eins og kaninn segir “don´t get between a drunk woman and her eating”) jæja ennþá jafn sanfærð um hversu getnaðarleg ég er hugsa ég mér gott til glóðarinnar þegar heim er komið, lít á klukkuna og “hvað…..klukkan orðin 8….” Jæja enginn heimaleikfimi upp úr þessu, beint í sturtu og láta renna af sér. Hitti fjölskylduna í mýflugumynd þegar ég skríð inn í rúm algjörlega búin að átta mig á því að ég þurfi að fara að leika “mömmu” eftir vonandi nokkurra klukkutíma svefn. Ég “dey” drottni mínum í rúminu og veit ekki af mér fyrr en allt í einu……..
Maðurinn minn pikkar í míg “Ég á teig, eftir hálftíma” ég get ekki einu sinni hugsað, veit varla hvað ég heiti. Lít á klukkuna og hugsa “golf ….bíddu og hvað er klukkan” mér til mikillar skelfingar er klukkan bara 11:30….byrja strax að reikna….”8 klukkutímar þangað til börnin sofna” og sannfæri svo sjálfan mig “ÉG GET ÞETTA,ÉG GET ÞETTA” stend svo upp og ákveð að “massa dæmið”…..hugsa svo “vá hvað ég geri þetta ekki aftur í bráð………vildi stundum að ég gæti bara hangið eins og grænmeti með öllu hina skelþunnafólkinu og hlegið af sjálfri mér og hinum yfir hegðun allra (mín stendur þó einhvernveginn alltaf upp úr, veit ekki hvað veldur …spurning um Hegðunarnámskeið????) En einhvernveginn kemst maður alltaf í gengum þetta án þess að valda “fjölskyldunni” ævilangri áskrift hjá geðlæknum og gleymir þessu svo þegar kemur að næsta djammi…. “memo to me” MUNA AÐ FÁ PÖSSUN DAGINN EFTIR”
Kveðja Inger….
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim