Goldielocks and the gang......

You love me!!!!! je, je everybody loves me!!!!!

sunnudagur, desember 31, 2006

Annáll 2006....

Jæja núna er árið 2007 að hefjast og ekki seinna vænna en að horfa til baka á árið 2006 og velta vöngum yfir því hvað gerst hefur......

Vinna....
Byjaði soldið spes...nýjir stjórnendur komnir við völdin hjá Mest og ég sett í annað starf á nýju ári, mér líkaði það illa! Sagði upp
Gerði mig líklega til þess að hætta en nei, kom nýr vinkill á málið og ákveðið var að prófa að fara að vinna úti á landi, nánar tiltekið Reyðarfirði..... eftir 5 mánað útlegð í nafla alheimsins gekk ekki heildarpakkinn upp! Sagði upp og hætti
Fór að vinna hjá Andrési í Loftorku Borgarnesi, bara skemmtileg reynsla og gaman að umgangast Andrés enda með áhugaverðustu mönnum ársins, langt ferðalag og gekk ekki alveg upp! sagði upp (með tregða) og hætti.....
Er núna að vinna hjá Mentis í nýju starfi og nýju umhverfi....bara gaman og hlakka mikið til

Heimili:
Dalselið er ennþá mitt lögheimili en mikið er búið að breytast á árinu í húsnæðismálum.
  1. Bústaðurinn er orðin íveruhæfur og hlakka ég til að bjóða öllum í kósílegheit í Casa Calli
  2. Lóð númer eitt var keypt í júní, hún er í Úlfarsfellinu nánar tiltekið í Friggjarbrunni 39-41 gat ekki búið í pleisi sem heitir Friggjarbrunnur og seldi því lóðina (stend í því núna)
  3. Lóð númer tvö var keypt í júlí, hún er í Kópavogi nánar tiltekið Akrarkór 12, vil búa það og kem til með að byggja mér Villu þar við tækifæri....
  4. Bjó hingað og þangað allt árið sökum vinnu Eskifirði, Reyðarfirði, Reykjavík og so on....

Bý samt ennþá í Dalselinu :)

Vinir: Eignaðist ótrúlega mikið af nýjum vinum á árinu og vona samt að ég hafi ekki glatað neinum af þeim gömlu þrátt fyrir að hafa stóran hluta af árinu vanrækt báða hópa..... Vil ég því segja öllum vinum mínum að ég elska ykkur öll og vona að ég fái tækifæri fljótlega til þess að rækta góða vináttu

Hreyfing: Búin að vera undanfarin tvö ár rosalega dugleg í ræktinni...missti algjörlega taktinn árið 2006 og varla rendi kortinu mínu í gegnum hliðið á neinni líkamsræktarstöð! mér til varnar þá uppgötvaði ég, mér til mikillar undrunar að mér finnst æðislegt að skjóta og tók því skotvopnanámskeið með Anný minni og gerði nokkrar tilraunir til veiðimennsku á árinu. Fyrsta tilraun mín var gæs........ þrátt fyrir að vera í höndum reyndasta veiðimanns norðan Alpa tókst ekki veiðin betur en svo að leikar enduðu 10-0 fyrir gæsunum. En skemmti mér með eindæmum vel liggjandi í rökkrinu í skurði með skotvopn í hendi og læra eitthvað nýtt!!!!! algjör snilld, enda útivist og gott save á móti hreyfingarleysinu. Næsta veiðiferð var líka í för með þraulreyndum veiðimönnum, gengið var til rjúpu!!!!!!! það svona c.a. summar upp það sem var gert GENGIÐ...... rjúpan hafði líka betur og lítið veitt í þessari ferð, en þó nóg til þess að ég brosti eyrnanna á milli á aðfangadagskvöld (og eins og Níels segir þá er það magnið sem þú kemur með heim það magn sem þú veiddir og því veiddi ég 7 rjúpur .......) málið var bara að ég feldi minnihluta þeirra (hóst hóst og magnið ekkert rætt frekar) Veiðihópurinn varð sammála um það að ég hafi átt þetta skilið fyrir einstaklega mikla viðleitni til veiði (veit ekki hvort var verra....). Næsta veiðiferð var svo veiðidagurinn mikli hjá mér og Níelsi, fórum um allt vesturlandið og alveg til höfuðborgarinnar í leit að jólasteikinni en það eina sem við fundum voru Rjúpnaskyttur og snjór. Enduðum veiðinna á Reykjanesinu og veiddum okkur þar þónokkuð magn af leirdúfum..... set kannski inn myndbandið sem var tekið upp í þeirri ferð (ekki mér til sóma heldur en margt annað :) )

Ferðalög: Þónokkuð var um ferðalög á árinu, í fyrsta lagi á milli Rey og Rey (Reyðafjörður og Reykjavík) svo var farið til Bandaríkjanna, nánar tiltekið NYC baby og fer ég pottþétt þangað aftur fljótlega. Svo fórum við fjölskyldan til Spánar í frábært 3 vikna frí ásamt smá viðkomu í Andorra.

margt fleira hefur gerst á árinu og skal ég segja ykkur nokkrar fróðlegar sögur á nýja árinu .......... t.d. glersagan mín góða!!!! segi betur frá henni á morgun (ja eða hinn...

Gaman, saman!!!!

Jæja dúllurnar mínar! vill nota tækifærið til þess að segja öllum hvað mér þykir vænt um þá og hversu frábær þið eruð (og munið að kvitta fyrir komu ykkar :) )......

En á tímamótum sem þessum þá getur maður ekki annað en pælt í einu og öðru...... og eins og góðri ljósku sæmir þá eru mínar pælingar ekkert endilega þess eðlis að þær leysi heimsins vanda bara svona á núll einni.....ja eða þó!!! pælingar mínar eru af gamansömum toga og mín fílósoffía er nú þess eðlis að gleðin lagar allan vanda þannig að kannski er ég komin með lausnina á heimsins vanda...... já nóg um það

Eins og flestir vita þá hef ég mjög skemmtilegan húmor (soldið spes á köflum en mjög skemmtilegan enga síður) t.d. sagði góð vinkona mín mér (skal vera ónefnd hér á veraldarvefnum) brandara í gær sem mér fannst pissandi fyndinn "Litla svertingjabarnið sat á klósettinu með pípandi niddara (a.k.a niðurgang) og kallar svo til móður sinnar með tárin streymandi úr augunum og svo mikinn ekka að hann gat varla talað "mamma,mamma ég er að bráðna!!!!!". Þetta er bara lítið dæmi um minn húmor en það sem ég var að pæla tengdu því máli er að ég hef ógeðslega gaman af fyndum bolum, ráðleggingum á hinum ýmsu vörum og so on..... Nokkur góð ráð...

Hvernig neglir þú karlmann (ja í þann tíma og tilgang sem þig langar)
"Farðu á fótboltaleik í bol sem segir"ég elska kynlíf, bjór og fótbolta"
"Segðu öllum að þú viljir karlmann með góðan húmor..... svo þegar þú giftist níræðum milljarðamæring spáir enginn í það hvers vegna þú ert brosandi allan tímann"
"mættu í hvítum bol í vinnuna og stingdu upp á blautbolakeppni í hádeginu"
"Fáðu þér þrífættan hund og farðu með hann út að labba, það hlýtur einhver að taka eftir honum (sem og þér) ef ekki....haltu þá bara áfram að choppa af honum fæturnar þangað til einhver gerir það...."
"finndu karlmann sem eldar eins og meistarkokkur, þrífur allan heiminn og þénar meira en andskotinn og sængar betur en Cassanova......sjáðu svo til þess að þeir hittist aldrei"

kvk...
"farðu í dóp...einhver skvísa verður ólm í að bjarga þér"
"ekkert mál að eignast kærustu, miklu erfiðara að glata henni aftur"
"fullkomin kvennmaður hegðar sér eins og hrein mey en ríður eins og hóra" (afsakið orðalagið)
"steldu þér einkennisbúning og málið er dautt"
"klóraðu þér hnénu og segðu svo hátt og snjallt "vá hvað kóngurinn kitlar" .....hitt kemur að sjálfu sér"
"Ef lengdin á limnum er undir 15 cm á lengd........mæli ég með kínverskum handaæfingum sem og indverskri tungufimi"
"segðu öllum í kringum þig að þú sérst ekki viss um að þú viljir sofa hjá kvennmönnum, það eru allmargar konur sem vilja sanna fyrir þér að svo sé......"

Málshættir og orðatiltæki.... á öðrum tungumálum

þú hefur laukrétt fyrir þér- you are so onion right
að standa á öndinni- to stand on a duck (virkar mun betur í samhengi....ja eða verr öllu heldur)
það liggur í augum uppi- it lies in the eyes upstairs
ber er hver á baki nema bróður sér eigi- everybody is bare on its back unless he has a brother
ég er sauðillur- I am sheepsmad

jæja fleiri pælingar á morgun....er orðin þreytt......

that´s all folks...

Inger

föstudagur, desember 22, 2006

Óheppin.is...................eða bara born looser!!!

Ég hef oft spáð í það hvort ég sé í eðli mínu óheppin eða hvort ég sé bara svona mikil brussa/klaufi/kjáni að ég lendi oftar en aðrir í asnalegum og oftar en ekki fáránlegum aðstæðum. Svo er fólk oft hissa á því að ég láti ekki álit annar á mig fá (buguð af reynslu skal ég segja ykkur....) Nýjasta dæmið geriðst nú bara í fyrradag......

Vífilstaðir 2006!!!

ég var sem sagt að koma frá gamla fyrirtækinu mínu Mest og á leiðinni heim frá nýju herstöðvum þeirra í fornubúðum í Hafnarfirði. Ég er sem sagt í rauðu skutlunni minni (Nissan Micra að bruna frá Hafnarfirði og er að taka Reykjanesbrautina (ekki svo gáfuð hugmynd umferðarega séð) og er að flýta mér geðveikt heim af því að ég var alveg í spreng. Þetta gekk svona bærilega framan af en þegar ég fór að nálgast Vífilstaði þá átta ég mig á því að það er ekki fræðilegur möguleiki að ég komist lengra (hvað þá heim), hugsaði með mér hversu ljúft það væri að vera karlmaður og taka bara kristalsflöskuna við hlið mér og láta það vaða en NEI ekki svo heppin!!! þannig að ég bregð á það ráð að beygja hjá Vífilstöðum og ætlaði að stoppa þar en ég komst ekki svo langt...rétt beygði út af aðalveginu og uppá veginn til Vífilstaða og hálf keyrði út af enda alveg við það að fara að pissa í mig á tuttugasta og níunda aldursári mínu (hvorki 3 ára né 93 ára). Dúndraði í handarann og vippaði mér út úr bílnum girti niður um mig og lét það gossa án þess svo mikið að horfa í kringum mig....... á meðan leit ég nú niður á veginn og blessunarlega var enginn þar. Rumpaði mér af og vippaði buxunum upp sneri mér við til þess að fara inn í bíl og viti menn, STRÆTÓ keyrir þar fram hjá!!!! mér fannst þetta svo hallærislegt að ég nennti ekki að bíða og spá í það hvort einhver hefði séð mig þannig að ég stökk bara í bílinn og BRUNAÐI í burtu!!!!!! smekkleg ekki satt, hef aldrei á lífi mínu þráð eins mikið að vera karlmaður með eina litla slöngu til þess að bjarga mér úr svona klemmu!!!!!!!!

ef þið heyrið um klikkuðu konuna á rauðu micrunni sem er pissandi um allan bæ þá er það ekki ég ...... Eva frænka er með bílinn í láni :)

that´s all folks

Ing-air(head)

miðvikudagur, desember 13, 2006

Væmin.is......

Las þessa sögu og sat eftir það hálf grátandi í vinnunni (ég meina tár og sultudropi og alles) ....... var farin að halda að ég væri ólétt (og nota bene ég hef lesið þessa sögu áður.


Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa
gjafirnar sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr.
Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði "Þetta á
eftir að taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga staði".
Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju árinu.
Ég vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að sofa og vaknað svo
eftir jólin. Allavegana, ég kom mér í leikfangadeildina og þar fór ég að skoða verðin,
hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng.
Eftir smá tíma af leikfangaskoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára, sem
hélt á dúkku upp við brjóstið sitt. Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur.
Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina á
honum "amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?" Gamla konan
svaraði "þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan mín"Svo
bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún skoðaði sig
um. Hún fór fljótlega.Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Ég labbaði til
hans og spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. "Þetta er dúkkan sem
systir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin. Hún var svo viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana. Ég sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með
dúkkuna til hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði við
mig sorgmæddur "Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar sem hún en
núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni hana
þegar hún fer þangað". Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta.
"Systir mín er farin til þess að vera með Guð. Pabbi segir að mamma sé líka
að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með dúkkuna
fyrir mig og gefið systur minni hana". Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit upp til mín og sagði "Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg strax.
Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni" Svo sýndi
hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. "Ég vil
líka að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei"
"Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara, en pabbi
segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni".
Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög hljóðlátur. Ég
teigði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá pening upp og sagði við
strákinn "en ef við athugum aftur í vasan til að tékka hvort að þú eigir
nógan pening?" Allt í lagi sagði strákurinn "ég vona að ég eigi nóg"
Ég bætti smá af mínum peningum við án þess að hann tæki eftir því og við
byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni, og meira að
segja smá afgangur.

Litli strákurinn sagði "Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening. Svo leit
hann á mig og sagði " Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð um að vera
viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna handa systur
minni. Hann heyrði til mín"
"Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós handa
mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér nóg til að
kaupa rósina líka". Sko mamma elskar hvíta rós".
Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég kláraði að
versla með allt öðru hugarfari ég gat ekki hætt að hugsa um litla strákinn.

Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan "maður keyrði
drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru í. Litla
stelpan dó samstundis en mamman var í dái" Fjölskyldan varð að ákveða hvort
þsð ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að unga konan myndi ekki vakna úr dáinu.
Var þetta fjölskylda litla stráksins?

Tveim dögum eftir að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að unga
konan hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og keypti búnt
af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna og óskað
sér í seinasta skipti áður en hún væri jörðuð.
Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós með myndinni af litla
stráknum og dúkkuna á brjóstinu. Ég fór grátandi og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar. Ástin
sem þessi itli strákur hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann dag
í dag, erfitt að ímynda sér. Og í einni svipan tekur drukkinn maður þetta
allt frá honum.

já þetta minnir mann á það hversu heppin maður er og hversu ómerkilegt það er að hafa áhyggjur hvort maður hafi eytt nógu miklum peningum í hverja gjöf

fimmtudagur, desember 07, 2006

Nýir tímar......

Já núna er allt að gerast, ég er mætt í nýju vinnuna það er Mentis (http://www.mentis.is
) og er núna að lesa allt um kerfin og potast áfram í þeim og heilinn alveg að vinna fyrir kaupinu sínu.....

blogga meira um helgina...

love you all

(p.s. eflaust leiðinlegasta og tilgangslausasta blogg ever?)