Óheppin.is...................eða bara born looser!!!
Ég hef oft spáð í það hvort ég sé í eðli mínu óheppin eða hvort ég sé bara svona mikil brussa/klaufi/kjáni að ég lendi oftar en aðrir í asnalegum og oftar en ekki fáránlegum aðstæðum. Svo er fólk oft hissa á því að ég láti ekki álit annar á mig fá (buguð af reynslu skal ég segja ykkur....) Nýjasta dæmið geriðst nú bara í fyrradag......
Vífilstaðir 2006!!!
ég var sem sagt að koma frá gamla fyrirtækinu mínu Mest og á leiðinni heim frá nýju herstöðvum þeirra í fornubúðum í Hafnarfirði. Ég er sem sagt í rauðu skutlunni minni (Nissan Micra að bruna frá Hafnarfirði og er að taka Reykjanesbrautina (ekki svo gáfuð hugmynd umferðarega séð) og er að flýta mér geðveikt heim af því að ég var alveg í spreng. Þetta gekk svona bærilega framan af en þegar ég fór að nálgast Vífilstaði þá átta ég mig á því að það er ekki fræðilegur möguleiki að ég komist lengra (hvað þá heim), hugsaði með mér hversu ljúft það væri að vera karlmaður og taka bara kristalsflöskuna við hlið mér og láta það vaða en NEI ekki svo heppin!!! þannig að ég bregð á það ráð að beygja hjá Vífilstöðum og ætlaði að stoppa þar en ég komst ekki svo langt...rétt beygði út af aðalveginu og uppá veginn til Vífilstaða og hálf keyrði út af enda alveg við það að fara að pissa í mig á tuttugasta og níunda aldursári mínu (hvorki 3 ára né 93 ára). Dúndraði í handarann og vippaði mér út úr bílnum girti niður um mig og lét það gossa án þess svo mikið að horfa í kringum mig....... á meðan leit ég nú niður á veginn og blessunarlega var enginn þar. Rumpaði mér af og vippaði buxunum upp sneri mér við til þess að fara inn í bíl og viti menn, STRÆTÓ keyrir þar fram hjá!!!! mér fannst þetta svo hallærislegt að ég nennti ekki að bíða og spá í það hvort einhver hefði séð mig þannig að ég stökk bara í bílinn og BRUNAÐI í burtu!!!!!! smekkleg ekki satt, hef aldrei á lífi mínu þráð eins mikið að vera karlmaður með eina litla slöngu til þess að bjarga mér úr svona klemmu!!!!!!!!
ef þið heyrið um klikkuðu konuna á rauðu micrunni sem er pissandi um allan bæ þá er það ekki ég ...... Eva frænka er með bílinn í láni :)
that´s all folks
Ing-air(head)
Ég hef oft spáð í það hvort ég sé í eðli mínu óheppin eða hvort ég sé bara svona mikil brussa/klaufi/kjáni að ég lendi oftar en aðrir í asnalegum og oftar en ekki fáránlegum aðstæðum. Svo er fólk oft hissa á því að ég láti ekki álit annar á mig fá (buguð af reynslu skal ég segja ykkur....) Nýjasta dæmið geriðst nú bara í fyrradag......
Vífilstaðir 2006!!!
ég var sem sagt að koma frá gamla fyrirtækinu mínu Mest og á leiðinni heim frá nýju herstöðvum þeirra í fornubúðum í Hafnarfirði. Ég er sem sagt í rauðu skutlunni minni (Nissan Micra að bruna frá Hafnarfirði og er að taka Reykjanesbrautina (ekki svo gáfuð hugmynd umferðarega séð) og er að flýta mér geðveikt heim af því að ég var alveg í spreng. Þetta gekk svona bærilega framan af en þegar ég fór að nálgast Vífilstaði þá átta ég mig á því að það er ekki fræðilegur möguleiki að ég komist lengra (hvað þá heim), hugsaði með mér hversu ljúft það væri að vera karlmaður og taka bara kristalsflöskuna við hlið mér og láta það vaða en NEI ekki svo heppin!!! þannig að ég bregð á það ráð að beygja hjá Vífilstöðum og ætlaði að stoppa þar en ég komst ekki svo langt...rétt beygði út af aðalveginu og uppá veginn til Vífilstaða og hálf keyrði út af enda alveg við það að fara að pissa í mig á tuttugasta og níunda aldursári mínu (hvorki 3 ára né 93 ára). Dúndraði í handarann og vippaði mér út úr bílnum girti niður um mig og lét það gossa án þess svo mikið að horfa í kringum mig....... á meðan leit ég nú niður á veginn og blessunarlega var enginn þar. Rumpaði mér af og vippaði buxunum upp sneri mér við til þess að fara inn í bíl og viti menn, STRÆTÓ keyrir þar fram hjá!!!! mér fannst þetta svo hallærislegt að ég nennti ekki að bíða og spá í það hvort einhver hefði séð mig þannig að ég stökk bara í bílinn og BRUNAÐI í burtu!!!!!! smekkleg ekki satt, hef aldrei á lífi mínu þráð eins mikið að vera karlmaður með eina litla slöngu til þess að bjarga mér úr svona klemmu!!!!!!!!
ef þið heyrið um klikkuðu konuna á rauðu micrunni sem er pissandi um allan bæ þá er það ekki ég ...... Eva frænka er með bílinn í láni :)
that´s all folks
Ing-air(head)
3 Ummæli:
Þann föstudagur, desember 22, 2006 , Nafnlaus sagði...
Jesús góður sko...
Það er ekki UPP á þig logið... HHAHHHAHAHAHAHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHAHAHHAHAHHHAHAHHAH
Þann laugardagur, desember 23, 2006 , Nafnlaus sagði...
bara þú Inger mín, bara þú!
Knús Grettla
Þann sunnudagur, desember 24, 2006 , Nafnlaus sagði...
Jeminn.... já - bara þú Inger mín - eins og "Grettla" segir.
Mamma
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim