Goldielocks and the gang......

You love me!!!!! je, je everybody loves me!!!!!

þriðjudagur, október 24, 2006

EXEDRA.IS......

Í dag óska ég CC stórvinkonu minni innilega til hamingju með daginn, en hún er að stofna vetvang þar sem ahrifakonur úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins koma saman og eiga stund saman þar sem rætt verður um mikilvæg málefni í þjóðfélaginu hverju sinni. Mér finnst þetta frábært hjá henni (og öllum þeim sem hafa stutt við það verkefni) og hlakka ég til að fylgjast með þessu frábæra framlagi, þarna eru saman komnar konur sem náð hafa langt í sinni starfsstétt en eru þó að glíma við öll sömu vandamál og við hinar, sólahringurinn er bara 24 tíma og þær þurfa að vinna,halda heimili og ala upp börn,eiga félagslíf og allt það........... hafa metnað en eiga líka vandamál en eru líka ótrúlega hæfar að leita lausna og koma með úrbætur,tillögur....Já ég get ekki annað sagt en að mér finnist þetta frábært framlag CC.... en og aftur TIL HAMINGJU, er með þér í anda...

Sofa hvað.......

Fór í mat til Anný í gær og þarna sátum við, við matarborðið ásamt börnum okkar og Gulla mín var þarna líka. Allt í einu segir Lotta mín voðalega kammó "mamma þú hefur sofið hjá Anný!" ég brosti bara og leit á Anný og Gullu sem voru báðar jafn aulalegar á svipinn og Gulla var komin með hausinn ofan í peysuna og byrjuð að hlæja og ég og Anný áttum í stökustu vandræðum með okkur..... ég sagði á ensku, "vona að barnið segi þetta ekki á leikskólanum" og svo grenjuðum við úr hlátri........minnti mig á þegar sonur minn kom til mín með hendur á mjöð og sagði "mamma ertu til í að hafa stjórn á manninum þínum, hann er eitthvað að brölta ofan á Anný inní svefnherbergi!!!!!!!

já þessar elskur og það sem þær segja án þess að fatta það.........

2 Ummæli:

  • Þann þriðjudagur, október 24, 2006 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    huhummmm..... Hver var það sem var svo smámælt og æpti yfir alla "mamma, mella!" (smella meinti hún mín bláeygða stelpa með platínumlitaða slöngulokka)þegar hún var lítil. Hvaðan skyldu börnin hafa þetta?

    En flott framtak hjá CC - óska henni alls hins besta í þessu.

    Mamma

     
  • Þann fimmtudagur, október 26, 2006 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    HAHAHHAHHA.. snilld Inger..... Mamma mella...

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim