Goldielocks and the gang......

You love me!!!!! je, je everybody loves me!!!!!

föstudagur, október 06, 2006

KELLING.IS.....

Hæ dúllukrúttin mín! ég gerði alveg hræðilega uppgötvun í vikunni en til þess að útskýra hver hún er, er best að segja söguna eins og hún gerðist. Þetta byrjaði nú allt sakleysislega fyrir um það bil 20 árum þegar ég var í heimsókn hjá Hauk bróðir hennar mömmu en þar sá ég skál með mjög svo girnilegu nammi. Ég eins og kannski margir vita væri löngu búin að finna matarræði eingöngu samsett úr nammi ef það væri mögulega hægt og þegar ég var barn þá var ég svo slæm að mig dreymdi stundum nammi (annað en kynlífsdraumar nútímans :) ). Ég þóttist nú þekkja nammið enda gat ég fundið lyktina af nammi væri það til í húsi og þessi girnilega skál var full af Malteasers (og núna skal segja Malteaser með breska hreimnum......) ég beið (að mér fannst) hæfilega lengi eftir því að rjúka í skálina, grípa nokkrar kúlur og skella þeim í munninn á mér áður en einhver sæi til (sem basicly þýddi að ég beið eflaust svona 5 sek). Ég var eins og kattarkonan sjálf ég var svo smooth (not) henti einum fimm kúlum upp í mig og lét mig hverfa. Enginn varð var við neitt!!!!!! í gleði minni skokkaði ég burt og byrjaði að njóta gleðinnar!!!! en Nota bene, framundan var engin gleði!!!! því að í stað þess að finna brakandi kexið í Malteasers kúlunni brotnuðu þær mjúkt og út úr þeim kom algjör viðbjóður og ég vissi ekki á þeim tímapunkti hvort ég ætti að hrækja eða halda áfram leyniför minni. Ég að sjálfsögðu valdi það síðara og kom mér inná bað þar sem spýtti þessu í vaskinn og var fljót að skola. Það fyndna var að ég var virkilega miður mín yfir því að hafa ekki náð "súkkulaðinu" (en það segir kannski ýmislegt um nammiáráttu mín). Fuck hvað mér fannst þetta ógeðslega vont og hef hingað til aldrei viljað þennan viðbjóð, hef nokkrum sinnum smakkað þetta í seinni tíð en alltaf jafn ógeðslegt. Það var svo í vikunni að ein samstarfskona mín kom frá útlöndum og kom með nammi á skrifstofuna og haldið þið ekki að konan hafi komið með fullt af Malteasers!!!!! Nei þið að sjálfsögðu haldið það ekki, en ég hélt það og skellti einni kúlu í munninn (já ég a.m.k er búin að læra það að taka bara eina í einu) og beit! viti menn rommkúlan mætt á svæðið, ég stóð náttúruega þarna með vinnufélögum mínum og ætlaði ekki að fara að spýta þessu út úr mér þannig að ég bara tugði og kláraði kúluna. Þá kom merkileg staðreynd í ljós!!!!!!!!!!! mér fannst hún ekki vond, fannst hún meira að segja bara mjög góð!!!!!! kosturinn við það er að þarna var ég búin að finna nýtt gott nammi (já það er kostur en ekki löstur) en á sama tíma rann upp fyrir mér að núna væri ég orðin KELLING, bráðum sjáið þig mig með sherrýglas í hendi á leiðinni niður í bæ að versla í Hrafnhildi.

Langt,langt frá því að vera skemmtileg staðreynd (best að gelgjast bara aðeins og fá sér annað tattoo)

that´s all folks...

6 Ummæli:

  • Þann föstudagur, október 06, 2006 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Kelling - better U than me!

     
  • Þann föstudagur, október 06, 2006 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Múhahahhaha snilld...

    Veistu ég er búin að éta rommkúlur í laumi í fokking 10 ár... er samt með 2 tattú og engin fokkings kelling... :)

     
  • Þann föstudagur, október 06, 2006 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    (heheheheeee...) - Hef svo oft sagt þér og systrum þínum það að bragðskynið breytist með aldrinum og allt í einu er ýmislegt orðið gott sem maður þoldi ekki áður og svo öfugt.
    En þetta með að versla í Hrafnhildi... Hmmmm... löngu farin að gera það - enda mamma þín.
    Æi slepptu þessu tattoi - er ekki eitt nóg. Skal annars minna þig á þetta þegar Charlotta Ásta vill fara að gata allt og tattooa.
    Luv jú - mamma

     
  • Þann föstudagur, október 06, 2006 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Bönnum rommkúlur á Íslandi!

    Grettla í framboð og kemur málinu í gegn.

     
  • Þann fimmtudagur, október 12, 2006 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Ég hef því miður lært (vona ég) af reynslunni með að stelast í nammi. En hérna um árið sá ég skál í myrkru eldhúsinu hjá Hrund, namm sá allt kókosið í skálinni og ákvað að henda upp í mig síðasta brotinu af æðibitunum en ÁÁÁÁÁIIII brotið reyndist vera álpappírskúla thuck æj þið vitið þessi ógeðslega tilfinning sem maður fær í tennurnar. Þurfti ekki að hugsa mig um hvort ég ætti að kyngja eða losa. Tók mig svona 0,001 sec að taka þetta út úr mér og henda.
    Lærdómur hættum að stelast og komum bara með græðgina út úr skápnum...

     
  • Þann mánudagur, október 16, 2006 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Langar að bæta einu við þessar kellingapælingar, ég fór sem sagt í Kello (má lesast sem Kelló = annað orð yfir kellingaleg)ekki nóg með það að ég hafi aulast þangað inn heldur mátaði ég tvær flíkur þar demit mar, hvar endar þetta eiginlega... Get þó huggað mig við það að ég keypti ekkert þarna af því að það var svo dýrt sem segir mér að ég er ekki 100% kelling því þá hefði ég haft efni á þessu hehehe

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim