Hausverkur 2006....
Fuck hvað ég er með mikinn hausverk núna, finnst eins og ég sé með 80´s hárband á hausnum svona c.a. 8 númerum of lítið. Var með tvær e í vinnunni og búin að taka þær en þær ekki farna að kicka inn ennþá þannig að hausverkurinn er mikill..........
Annars byrjaði dagurinn illa, vaknaði of seint og þegar ég brunaði í vinnuna þá sá ég svo eftir því að hafa ekki tekið með mér eitt stykki skotvopn+græjur og farið í hádeginu upp í fjall og leita af jólasteik (nóg af þeim hérna)......en hausverkurinn segir svo sem að það hefði eflaust ekki gengið hvort sem er........
ætla að byrja á neikvæða listanum og enda svo á þeim jákvæða (eins og allir vita þá er ég í flestum tilvikum jákvæðisbolti.....
Fuck hvað ég er með mikinn hausverk núna, finnst eins og ég sé með 80´s hárband á hausnum svona c.a. 8 númerum of lítið. Var með tvær e í vinnunni og búin að taka þær en þær ekki farna að kicka inn ennþá þannig að hausverkurinn er mikill..........
Annars byrjaði dagurinn illa, vaknaði of seint og þegar ég brunaði í vinnuna þá sá ég svo eftir því að hafa ekki tekið með mér eitt stykki skotvopn+græjur og farið í hádeginu upp í fjall og leita af jólasteik (nóg af þeim hérna)......en hausverkurinn segir svo sem að það hefði eflaust ekki gengið hvort sem er........
ætla að byrja á neikvæða listanum og enda svo á þeim jákvæða (eins og allir vita þá er ég í flestum tilvikum jákvæðisbolti.....
- Ég þoli ekki þessa stanslausu anorexíudýrkun.......
- ég þoli ekki að finna ekki flott föt í minni stærð hérlendis
- ég þoli ekki stjórnmálamenn (allflesta)
- ég þoli ekki þvott...nema þegar hann er þveginn af öðrum
- ég þoli ekki óheiðarlegt fólk
- ég þoli ekki ljótt fólk (ljótar persónur)
- ég þoli ekki nýja skipulagið í Ikea
- ég þoli ekki fífl í umferðinni
- ég þoli ekki HRAÐASEKTIR
- ég þoli ekki fólk sem er vont við börn ...basicly hata það
- ég þoli ekki að hafa ekki stjórn á hlutunum, það er basicly vandamál hjá mér.......
- ég þoli ekki að vera lélegur veiðimaður......
- ég þoli ekki fífl
- ég þoli ekki peningaskort
- ég þoli ekki snobb
- ég þoli ekki fýlupúka....
- ég þoli ekki að hafa rangt fyrir mér (en viðurkenni það þó)
nóg af því neikvæða
- ég elska jólin.........já þetta segja flestir en ÉG ELSKA JÓLIN........
- ég elska jólalög enda kæta þau skap mitt allan ársins hring
- ég elska alla um jólin.....finn innri frið á þessum árstíma
- ég elska hvað ég verð æðisleg um jólin, verð alveg xtra jákvæð.....
- ég elska jólaskraut, jólatré,snjó,jólaljós,jólasveina.......JÁ JÓLIN
- ég elska fjölskyldu mína
- ég elska vini mína
- ég elska meira að segja sjálfan mig..........
- ég elska að njóta lífsins meðan ég hef það
- ég elska jákvætt fólk
- ég elska fróðlegt og öðruvísu fólk
- ég elska heiðarlegt fólk
- ég elska meira heldur en ég hata (enda hata ég fáa og fátt, en margt sem ég ekki þoli)
- ég elska að hafa rétt fyrir mér (veit að það er heimskulegt)
- ég elska gefandi fólk
- ég elska lífið, meira en nokkuð annað og er þakklát fyrir allt ........
já finn jákvæðnina steyma um mig.....fuck ég ætla að henda jólalagi á og skemmta mér yfir því (mér er alveg sama hvað vinnufélögunum finnst)
Inger
7 Ummæli:
Þann þriðjudagur, október 31, 2006 , Nafnlaus sagði...
Geðorð nr 1.
Hugsa jákvætt :)
Þú ert ágæt eins og þú ert :)
Þann þriðjudagur, október 31, 2006 , Nafnlaus sagði...
Hvenær hefjast jólin hjá þér Inger mín? :) Ég er svo fullkomin andstæða þín hvað þetta varðar. Teipa bómul í eyrun og kreisti aftur augun þegar líður á nóvember og jólaauglýsingar og jólalög fara að stinga upp kollinum. Tek þetta jólastúss í sátt frá 20. desember til 26. desember. Not a minute more!
Þann þriðjudagur, október 31, 2006 , Nafnlaus sagði...
Nema jólaglögg. Get mætt í jólaglögg með bros á vör allan ársins hring.
Þann þriðjudagur, október 31, 2006 , Nafnlaus sagði...
Jólastelpan mín - spilaðu bara jólalög ef það kætir þig. Þú hefur alla tíð fílað þau í botn og alveg sérstök upplifun að heyra þig syngja með gömlu Jackson 5 jólaplötunni!
Skítt með hina sem ekki fíla jólin - það er þeirra höfuðverkur.
Mamma
PS: Hvað er að skipulaginu í IKEA?
Þann þriðjudagur, október 31, 2006 , Nafnlaus sagði...
Vúhú...
Gæfi helling ( tja allavega 5 þús kall og 50 armbeygjur ) til að fá að heyra þig syngja Jackson five lögin... hhehehehe
og já ég spyr nú eins og mútta þín.. "hvað er að IKEA" .. ??
Þann miðvikudagur, nóvember 01, 2006 , Nafnlaus sagði...
HVAÐA HVAÐA ÞAÐ ER EKKERT AÐ IKEA HVERNIG DETTUR ÞÉR ANNAÐ EINS Í HUG !!!!!!!!!!
IKEA FAN NR. 1
Þann fimmtudagur, nóvember 02, 2006 , Inger sagði...
Ikea má eiga það að þeir eru fyrstir með jólaskrautið :) en hvað varðar nýja skipulagið þá finnst mér fáránlegt að ég þurfi að byrja á annari hæð en það er reyndar ekki neitt miðað við það fyrirkomulag að ég þurfi að skilja kerruna mína eftir fyrir utan, ná í bílinn og lesta hann þar....já á líka þessum tveimur m2 sem þeir ætla í það...bara stupid....
Já Jóhann mín ég skal syngja fyrir þig Jackson 5 anyday.....sendi þér bara hljóðupptöku ef þú hefur svo tæknilegan síma??????
Ing-Air
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim