Jæja núna er árið 2007 að hefjast og ekki seinna vænna en að horfa til baka á árið 2006 og velta vöngum yfir því hvað gerst hefur......
Vinna....
Byjaði soldið spes...nýjir stjórnendur komnir við völdin hjá Mest og ég sett í annað starf á nýju ári, mér líkaði það illa! Sagði upp
Gerði mig líklega til þess að hætta en nei, kom nýr vinkill á málið og ákveðið var að prófa að fara að vinna úti á landi, nánar tiltekið Reyðarfirði..... eftir 5 mánað útlegð í nafla alheimsins gekk ekki heildarpakkinn upp! Sagði upp og hætti
Fór að vinna hjá Andrési í Loftorku Borgarnesi, bara skemmtileg reynsla og gaman að umgangast Andrés enda með áhugaverðustu mönnum ársins, langt ferðalag og gekk ekki alveg upp! sagði upp (með tregða) og hætti.....
Er núna að vinna hjá Mentis í nýju starfi og nýju umhverfi....bara gaman og hlakka mikið til
Heimili:
Dalselið er ennþá mitt lögheimili en mikið er búið að breytast á árinu í húsnæðismálum.
- Bústaðurinn er orðin íveruhæfur og hlakka ég til að bjóða öllum í kósílegheit í Casa Calli
- Lóð númer eitt var keypt í júní, hún er í Úlfarsfellinu nánar tiltekið í Friggjarbrunni 39-41 gat ekki búið í pleisi sem heitir Friggjarbrunnur og seldi því lóðina (stend í því núna)
- Lóð númer tvö var keypt í júlí, hún er í Kópavogi nánar tiltekið Akrarkór 12, vil búa það og kem til með að byggja mér Villu þar við tækifæri....
- Bjó hingað og þangað allt árið sökum vinnu Eskifirði, Reyðarfirði, Reykjavík og so on....
Bý samt ennþá í Dalselinu :)
Vinir: Eignaðist ótrúlega mikið af nýjum vinum á árinu og vona samt að ég hafi ekki glatað neinum af þeim gömlu þrátt fyrir að hafa stóran hluta af árinu vanrækt báða hópa..... Vil ég því segja öllum vinum mínum að ég elska ykkur öll og vona að ég fái tækifæri fljótlega til þess að rækta góða vináttu
Hreyfing: Búin að vera undanfarin tvö ár rosalega dugleg í ræktinni...missti algjörlega taktinn árið 2006 og varla rendi kortinu mínu í gegnum hliðið á neinni líkamsræktarstöð! mér til varnar þá uppgötvaði ég, mér til mikillar undrunar að mér finnst æðislegt að skjóta og tók því skotvopnanámskeið með Anný minni og gerði nokkrar tilraunir til veiðimennsku á árinu. Fyrsta tilraun mín var gæs........ þrátt fyrir að vera í höndum reyndasta veiðimanns norðan Alpa tókst ekki veiðin betur en svo að leikar enduðu 10-0 fyrir gæsunum. En skemmti mér með eindæmum vel liggjandi í rökkrinu í skurði með skotvopn í hendi og læra eitthvað nýtt!!!!! algjör snilld, enda útivist og gott save á móti hreyfingarleysinu. Næsta veiðiferð var líka í för með þraulreyndum veiðimönnum, gengið var til rjúpu!!!!!!! það svona c.a. summar upp það sem var gert GENGIÐ...... rjúpan hafði líka betur og lítið veitt í þessari ferð, en þó nóg til þess að ég brosti eyrnanna á milli á aðfangadagskvöld (og eins og Níels segir þá er það magnið sem þú kemur með heim það magn sem þú veiddir og því veiddi ég 7 rjúpur .......) málið var bara að ég feldi minnihluta þeirra (hóst hóst og magnið ekkert rætt frekar) Veiðihópurinn varð sammála um það að ég hafi átt þetta skilið fyrir einstaklega mikla viðleitni til veiði (veit ekki hvort var verra....). Næsta veiðiferð var svo veiðidagurinn mikli hjá mér og Níelsi, fórum um allt vesturlandið og alveg til höfuðborgarinnar í leit að jólasteikinni en það eina sem við fundum voru Rjúpnaskyttur og snjór. Enduðum veiðinna á Reykjanesinu og veiddum okkur þar þónokkuð magn af leirdúfum..... set kannski inn myndbandið sem var tekið upp í þeirri ferð (ekki mér til sóma heldur en margt annað :) )
Ferðalög: Þónokkuð var um ferðalög á árinu, í fyrsta lagi á milli Rey og Rey (Reyðafjörður og Reykjavík) svo var farið til Bandaríkjanna, nánar tiltekið NYC baby og fer ég pottþétt þangað aftur fljótlega. Svo fórum við fjölskyldan til Spánar í frábært 3 vikna frí ásamt smá viðkomu í Andorra.
margt fleira hefur gerst á árinu og skal ég segja ykkur nokkrar fróðlegar sögur á nýja árinu .......... t.d. glersagan mín góða!!!! segi betur frá henni á morgun (ja eða hinn...
2 Ummæli:
Þann miðvikudagur, janúar 03, 2007 , Nafnlaus sagði...
Gleðilegt nýtt ár allir og takk fyrir þau gömlu. Hvenær eru pakkajólin okkar survivor?
Þann fimmtudagur, janúar 04, 2007 , Nafnlaus sagði...
Gleðilegt nýtt ár esskan :)
Takk fyrir kynninn á því gamla.. :)
sjáumst hressar á nýju ári..
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim