Goldielocks and the gang......

You love me!!!!! je, je everybody loves me!!!!!

fimmtudagur, september 23, 2004

JÆJA, mínir kæru "lesendur"! alltaf dugleg í blogginu :)

núna er alveg komin tími til að skrifa (enda fyrsta skiptið í langan tíma sem mér gefst tími til að blogga). Hvað hef ég merkilegt að segja, ekki mikið en get þó alveg blaðrað aðeins....
til að byrja með er gott að skjóta því inn að ég vinn ennþá hjá Steypustöðinn og verð hérna meðan þeir vilja hafa mig og meðan mig langar að vera hjá þeim (sem á bæði við núna). Var reyndar að fá símtal í gær þar sem fjármálastjórinn var að fara að kalla mig inn á fund "eitthvað í sambandi við vitlaust bókaða reikninga" og ég spurði "nokkrir eða????" hann vildi meina að það væri óþarflega margir. Ég var ekki kát og ef ég hefði ekki svona góð tök á sjálfri mér þá hefði ég eflaust geta mist svefn yfir þessu því að damn it .... ég vill vinna hlutina vel og þoli ekki klúður sem einfaldlega hafði verið hægt að sleppa. Veit að vísu ekki ennþá hvað málið snýst um almennilega en ég veit að það er eflaust eitthvað sem ég hef gert og þoli ekki svoleiðis..... sem betur fer er ég "in touch with" kæruleysið í mér og get því ýtt þessu frá mér í svolítinn tíma þangað til að ég fæ botn í málið..... en svona kemur ekki fyrir aftur!!!!!!! vill meina að ég læri með því að hlaupa bara einu sinni á hvern vegg.....ekki oft :)..........

Anyway....ég átti afmæli á laugardaginn. Ég byrjaði daginn í vinnunni, fékk pullu,svala og prins þar. Svo fórum við að drullumalla í Múrversluninni og þar fékk ég bjór. Svo bauð vinnan okkur hjónum út að borða og gott djamm og það var bara þrælgaman. Fyndið var samt að ég fékk pakka frá strákunum í deildinni.... ég átti að sjálfsögðu von á að fá eitthvað "grúví" eins og dildó eða eitthvað slíkt..... en þegar ég sá pakkann þá var nokkuð ljóst að svo væri ekki....en ég gaf ekki upp alla von, því í þessari stærð og lögun pakka hefði t.d. geta leynst eitt stk egg eða eitthvað. En pakkinn var opnaður og í honum var voðalega sæt skál á undirskál úr stáli með loki og skeið til þess að hafa parmasan ost í???????????? ég greinilega er aðeins svæsnar en þeir í hugsun....

en sæt gjöf enga síður.

En afmælispakkar komu til mín fyrir utan þennan... frá Lottu fékk ég Ilmvatn, frá Ástu fékk ég desertskálar, frá vinnunni fékk ég ostaskálina og frá mömmu fékk ég rosaflottan tappa í vínflöskur þannig að ég geti geymt þær ef ég ekki klára þær (hún móðir mín er nú ansi björt.... ég hugsa að það komi nú ekki oft fyrir ....) en allir pakkar eru ennþá þegnir þótt seinir séu.

Annars er helgardagskráin svo hljóðandi, þar sem að dóttir mín á 2 ára afmæli í dag neyðist ég til þess að halda samfagnað handa henni og ætla ég því að bjóða öllum sem hafa áhuga á slíkum samfagnaði að mæta í Dalselið nr 33, klukkan 11 á laugardaginn og samgleðjast okkur í smá snæðingi. Svo er bara almennt hangerí enda Níels ekkert heima allan laugardaginn og eflaust skelþunnur allan sunnudaginn og er ekki hægt að gera neina væntingar til hans í því ástandi. Ræði það ekki frekar.... spurning hvort ég geti skráð mig í golfmót um morguninn???????????

jæja, ekki hefur mikið runnið á mína daga núna, engin vandræðaleg móment sem ég man eftir (upplifi svo sem nokkur á dag og er svo vön því að ég er hætt að taka eftir því).....get samt sagt frá nokkrum sem ég man eftir núna frekar vandræðalegum!!!!!!!

Lofttæming í Europrís.....
Fór með börnin mín (þessi stiltu og góðu sem allir þekkja) í Europrís einn föstudag ekki alls fyrir löngu, svona síðla dag. Var að sjálfsögðu ekki eina manneskjan sem fékk þessa líka ljómandi góðu hugmynd. En við stöndum þarna við mjólkurkælana í þónokkri fjarlægð frá öðrum þegar ég fæ þá nauðsynlegu þörf að leysa vind (kallast prump á mínum bæ... og já ég prumpa líka) og ætla að ná einum svona tiltörulega silent og læt hann gossa..... en þó með mikill vandfærni þannig að ekkert myndi heyrast....eitthvað klikkaði tæknin þarna og ég læt frá mér örlítil hljóð sem þó enginn heyrði nema dóttirin. Henni þykir þessi líkamshljóð hin besta skemmtun, hlær og ÖSKRAR (sem í hennar tilviki er mjög hátt fyrir þá sem ekki hafa heyrt það...þ.e. fyrir þá sem búa við endimörk alheimsins). Hún var ekkert að láta deigan síga þetta skiptið og öskrar upp "MAMMA, PRUMPA (var samt meira mamma, púmppa) og hló og hló........ ég náttúrulega eins og asni var eitthvað að reyna að klóra í bakkann og sagði bara nei, nei (gat Níels ekki verið þarna þegar á þurfti að halda).... Þetta hefur verið Viktor!!!!!!!!! hann var nú ekki lengi að snúa sér að mér og segja næstum því jafn hátt og systir hans......"NEI, MAMMA ÞETTA VAR POTTÞÉTT ÞÚ!!!!!!!!!" þannig að þarna voru allir þeir sem ekki tóku eftir töktum dóttur minnar orðnir vissir um hvað málið snérist, og því enginn þörf að ræða þetta frekar. Leitaði lengi í Europrís þennan dag hvort þeir seldu ekki, þó ekki væri nema dash af kúli......... en fann það ekki!!!!!!!!

Annað frekar fyndið..... sonurinn spekingslegi kom heim um daginn og situr við matarborðið og segir við mig "mamma hvað þýðir þetta???" og á meðan lék hann táknið sem svo margir kunna "tippi í píku"..... ég náttúrulega sagði bara.... "ja þetta þýðir bara beinn putti í gat!!!!!!!!!!! (en ekki hvað". Hann var ekki að kaupa þessa ljómandi góðu skýringu á þessu og sagði "Nei.. hvað ÞÝÐIR þetta???? ég reyndi að malda í móinn og á endanum skellti ég bara fram að sumir vilji meina að þetta þýði "tippi í píku (og nota bene ég hata þetta orð en er að reyna nota það á "jákvæðari(politcly correct) hátt)". Hann voða klár svara ......." já, svona eins og þegar börnin eru búin til????
I= einmitt þannig!!!!!!!!!!
V= en mamma (svona fyrst við erum að ræða þessa hluti voða vel).... hvernig varð eiginlega fyrsti maðurinn til????????
I= (það er bara til eitt svar við svona spurningum....þ.e. farðu og spurðu hann pabba þinn!!!) en ég sagði nú samt einhverja þvælu um að sumir trúi því að við höfum öll verið bara ein fruma fyrst og svo þróast á löngum,löngum tíma yfir í mannverur og sumir trúa því svo að guð......(komst ekki lengra...því að hann greip fram í fyrir mér)
V= Æi mamma mín.....ég veit alveg hvernig fyrsti maðurinn var til....... GUÐ HEFUR ALLTAF VERIÐ TIL OG HANN SKAPAÐI FYRSTA MANNINN!!!!!!!!!!!!

HANA NÚ, hver segir svo að trúað fólk komi ekki frá trúleysingjum......

gott í bil og bestu kveðjur...Inger e

miðvikudagur, september 15, 2004

Ég sit hérna í vinnunni, stórslöðuð enda var ég að reyna aflimun á vinnustaðnum. Heppnaðist næstum því ljómandi vel ef ekki hefði verið fyrir óþarfa "eðlisviðbrögð" að kippa hendinni burt. Ég var víst að skera mér brauð til snæðings, með þeim afleiðingum að ég reyndi að skera af mér fingur og ekki einn heldur tvo (reyndar slapp sá litli óþægilega vel frá þessu blóðbaði. Ég sver það ég datt algjörlega í kill bill fílinginn og var eins og kynþokkafull svört mamba í eldhúsinu hérna í hafnó. En puttinn er á og í raun og veru ekkert sært nema stoltið yfir misheppnaðir aflimun (p.s. næst reyni ég þetta á einhverjum öðrum en sjálfri mér.

Annars er það að frétta að ég vinn ennþá hjá Steypustöðinni, ég er ennþá (og verð eiginlega meira og meira) sexy og skemmtileg....... eyddi síðustu viku í sjálfsvorkun og niðurdregð en er komin til baka endurnærð og aldrei eins viss um eigið ágæti ... og hana nú. Ég veit að ég rúla,

nokkur mál á dagskrá
Nr. 1. minna fólk á afmælisvikuna mína og þigg allar gjafir hvort sem þær berast á réttum tíma eður ei.
nr 2: ná í gítarinn hjá Kötu (gæti reyndar hamlað mér aðeins núna þessi fyrrum aflimunartilraun mín en what the hell....kemur annar dagur eftir þennan)
NR 3: minna fólk á afmælisvikuna mína, pakkar þegnir.
nr 4: stunda meira kynlíf
nr 5: eiga meira frí heima fyrir
nr 6: minna fólk á afmælisvikuna mína, enn og aftur gjafir þegnar.
nr 7: vinna í Lottó (hlýt að vinna á afmælisdaginn minn....bið ekki um mikið)
nr 8: læra á gítarinn......
nr 9: Minna fólk á afmælisvikuna, senda e-mail ...gjafalista og slíkt.....
nr 10: hjálpa Anný í nýju íbúðinni.... La Crib.
nr 11: klára Cribbið mitt....á eftir að flísa og skipta um nokkrar hurðir....MASSA ÞAÐ
nr 12: senda út SMS þar sem ég minni á afmælisvikuna mína og bendi á þá staðreynd að gjafir eru vel þegnar.
nr 13: sofa..... já sofa vel og lengi.... ÞARF ÞAÐ ROSALEGA......
NR 14: rústa Lottu í skvassmótinu (lotta tekur ekki mark á lélegum afsökunum eins og, lungnabólga, aflimun og þess háttar)
nr 15: Halda námskeið, "how the Jackson 5 CHRISTMAS album, safed my life" undirstöðu atriði í þvi hvernig maður lærir að meta jólalög allan ársins hring......
nr 16: Hringja út í vini og vandamenn og ræða við þá hversu skemmtilegar óvæntar afmælisveislur séu, fara svo mjög pent í það að ég eigi afmæli á laugardaginn og pakkar séu vel þegnir....
nr 17: losna við fjörfiskinn í vinstri hendinni (þeirri sömu og ég reyndi að aflima) ....eða er kannski ekki um fjörfisk að ræða heldur taugakippir í kjölfar aflimunarinnar.... either way þarf að losna við þann fjanda.
nr 18: eftir að afmælisvikunni minni líkur ætla ég að einbeita mér að afmælisDEGI dóttur minna.
nr 19: semja útvarpsauglýsingu þar sem fram kemur að afmælisvikan sé senn á enda en ennþá sé tekið á móti pökkum í Dalselinu...
nr 20: mæta í óvæntu afmælisveisluna mína og taka á móti öllum óvæntu pökkunum mínum frá mjög svo óvæntum gestum....................

jæja reyni að vera duglegri.............

kv Inger

þriðjudagur, september 07, 2004

ÞREYTT!!!!!!!!!!
Rosagóð helgi, fór í þrusubrúðkaup hjá henni Helenu minni 18, sem er einmitt að lenda í Köben núna í töluðum orðum ásamt EIGINMANNI sínum...... þarna voru samankomnir skemmtilegir einstaklingur úr báðum áttum og skemmti ég mér ótrúlega vel og kynntist fullt af nýju fólki. Það besta var að kúlið var alveg samferða mér í þessu brúðkaupi (ólíkt brúðkaupinu hennar Möggu sys) og fylgdi mér heim í stuttbuxum og bol af Gest um sex leytið um morgunin.....tók nefnilega að mér að vera í "ganga frá" nefndinni..... mín mætti svo upp úr 10 aftur til að klára verkið....og hvað gera brúðhjónin....mæta á hádegi til að hjálpa til.... skamm,skamm brúðhjón.... áttu alls ekki að koma til að hjálpa.... en gaman að hitta þau aðeins áður en þau fóru út í honnímún......

... vá núna er komin enn einn dagurinn og ég er ennþá þreytt, þreytt á líkama og sál. Lítil í mér og er engan veginn metin eftir verðleikum á þeim stað sem ég skila mínu vinnuframlagi í dag....og næstu dag. Svo er ég hætt............................. simple as that.

Hvað ég geri, óljóst???????????? spurning um að sækja um sæti á þingi eða eitthvað svoleiðis...... or not

föstudagur, september 03, 2004

Hvað er málið með vinnublogg hjá mér!!!!!!!!!! get sagt ykkur eitt...er að fara úr vinnunni enda eins gott því að ég er að springa úr pirring og geri engum gott að vera í vinnunni núna.... alveg komin með æluna í hálsinn. Eina góða núna er að ég er að fara héðan....... í barnaafmæli og svo í brúðkaup á morgun.... verður rokkað feitt...kokteill fyrir hádegi og sukk og svínarí eftir það....kv I í vondu skapi