11. aðferðir til að losna við Konuna....
1. Taktu uppá að strauja allt mögulegt, td sokka, dagblöð, servíettur osfr. Talaðu sífellt um hvað það fari í taugarnar á þér hvað rúmfötin séu alltaf krumpuð á morgnanna, sérstaklega hennar megin. Taktu jafnvel uppá því að vakna sérstaklega um miðja nótt til að skipta um rúmföt, enn betra er að strauja þau sem fyrir eru.
2. Byrjaðu að safna klósettburstum. Hafðu þá á áberandi stað í íbúðinni og raðaðu þeim daglega upp eftir því hverjir eru í uppáhaldi þann og þann daginn. Sýndu gestum þá stoltur og kynntu með nafni.
3. Talaðu um að þér finnist ekkert jafnvægi í heiminum og allt stefna til hægri. Minnstu síðan alltaf á það ef þú sérð einhvern taka hægri beygju eða nota hægri hönd osfr. þínu máli til stuðnings. Pirrandi
4. Horfðu á allar íþróttir sem þú kemst yfir og vertu miður þín ef það endar ekki með jafntefli. Ef annað liðið vinnur talaðu þá um hvað tapliðinu hljóti að líða illa og segðust þurfa að fá smá tíma einn til að jafna þig. Sá tími má gjarnan vera nokkrir dagar.
5. Hafðu alltaf með þér ælupoka, svona just in case. Kúgastu í pokann við öll möguleg tækifæri.
6. Boraðu í nefið án afláts og segðu henni að “sá stóri” fari að koma. Þetta sé bara tímaspursmál. Leiðinlegur
7. Segðu alltaf “nei”, en sýndu lygaramerkið á puttunum ef svarið á að vera “já”. Td ef hún spyr hvort þú viljir að hún fari (sem ætti að vera orðið nokkuð ljóst á þessu stigi).
8. Talaðu um fjölskyldu hennar sem “Blóðsugurnar” og taktu ávallt hvítlauk og viðarkross með þér þegar þið farið í heimsókn til þeirra.
9. Reyndu að fá hana til að skrifa undir lögbundinn samning þess efnis að hún sé “þín eign”. Segðu að þetta sé bara formsatriði og sé venja þar sem þú ólst upp.
10. Hættu að tala. Algjör þögn gerir kraftaverk og er eitt albeittasta vopnið í andlegum hernaði. Ef hún talar við þig þá skaltu bregðast reiður við og öskra “NÚ ÞARF ÉG AÐ TELJA ALLT UPPÁ NÝTT!!!” og halda áfram að horfa á sjónvarpið. Örþrifaráð
11. Segðu henni að þú ætlir að fara í bæinn og kaupa e-ð til að hressa uppá ástarlífið ykkar og komdu heim með páfagauk. (Hún bíður sennilega ekki eftir útskýringum)
11.ráð til þess að losna við Karlinn....
1. Hættu að raka af þér öll líkamshárin og rakaðu frekar hárið af hausnum á þér.
2. Horfðu á væmnar rómantískar myndir við hvert tækifæri og gefðu honum færi á að opna sig eftir áhorf hverrar myndar... opna tjáskiptin....
3. Mættu heim til hans með fullt af myndum af þér og fjölskyldunni þinni og talaðu um hversu heppin þú sérst að hann sé komin í fjölskylduna til þess að vera.....
4. Talaðu um giftingar,skuldbindingar og barneignir í tíma og ótíma....sér í lagi óskir þínar um að hann fari í ófrjósemisaðgerð eftir 4 börn á jafnmörgum árum.
5. talaðu um að þú viljir aldrei vinna aftur úti, en þú viljir samt að þið takið jafnan þátt í heimilisstörfunum.
6. Segðu honum að dýpstu þrár þínar séu að horfa á hann sofa hjá öðrum karlmanni........
7. Segðu honum frá því hvernig þú þyngdist um 75kg þegar þú byrjaðir með strák seinast á einungis 2 mánuðum.
8. Rektu við og lyktaðu af "bombunni".....þeim finnst allt í lagi að þeir geri það en ekki þú........
9. Segðu honum að þú hafir einu sinni verið ákærð fyrir að ráðast á fyrverandi kærastann þinn með exi en það hafi verið alveg óvart.........
10. Talaðu um blæðingar við öll tækifæri, ef það klikkar talaðu þá um hversu tippikal það er að þú þurfir alltaf að lenda með einhverjum gaurum sem missa ris á viðkvæmustu stundum....
11. Segðu honum að þú hafir farið í "aðgerðina" fyrir nokkrum árum og hversu lík þið hefðu verið ef þú hefðir ekki skellt þér........
Kveðja Inger