Goldielocks and the gang......

You love me!!!!! je, je everybody loves me!!!!!

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Goldielocks and the gang......

Já á morgun á enn önnur vinkonan afmæli, það er hún Helena 18, reyndar á móðir mín líka afmæli en þar sem hún er á rommfyllerí á kúbu þá bíður hennar afmæliskveðja eftir henni, ekki nóg með það á hún Selma tengdardóttir mín líka afmæli.....til hamingju allar!!!!!!!!! jæja nóg um aðra nú um mig....

Ég byrjaði daginn vel, mætti í ræktina (já það er sko útibú frá sportaranum hérna....kallast AFLhúsið) þarna stóð ég ásamt nokkrum velferskum Reyðfirðingum þegar Inger tók sig til og tók ALA Inger í ræktinni.

Byrjaði sem sagt á því að taka gott olbogaskot í bakkpressuabaratið og henti þar niður 30 kíló stöng (já og marbletturinn er eftir því) með tilheyrandi látum, þar kom ljósa hárið og postulínsbrosið að góðum notum!!! ja svona u.þ.b. 30 sek seinna var ég að ganga frá 8 kg lóði í þessa typikal lóðarekka þegar það rann eitthvað til í höndunum á mér og ég ákvað að reyna að grípa það......EKKI GÓÐ HUGMYND... EKKI REYNA AÐ GRÍPA LÓÐA Á FLUGI... fór ekki betur en svo að ég klippti í sundur á mér fockfingurinn (a.k.a. löngutöng hægri handar) ég fékk heiðurinn á því að vígja sjúkrakassann og hnoða einhverjum umbúðum á helvítið.....fólki var vel skemmt og steragaurinn í deskinu sagði t.d. Æ þetta er ekki þinn dagur í dag ...... ég hins vega benti honum á að þetta væri nú bara normal dagur í mínu lífi.........

Þetta hefði átt að vera nóg, introið mitt í gymið var nú ekki beint gott en til þess að yfirgefa salinn þarf maður að labba upp 3 viðatröppur!!!! það ætti nú ekki að vera flókið fyrir flesta, en fyrir Inger reyndist það þrautin þyngri, fann 1 millifermeter af vatni í stiganum og flaug á hausinn. Þegar þarna er komið við sögu var fólk náttúrulega alveg hætt að geta haldið kúlinu og bara fór að hlæja nema gömul konan sem hjálpaði mér á fætur (hún var ný komin inn og skildi því ekki hvers vegna fólk væri að hlæja að mér í óförum mínum ...ég hins vegar skildi það alveg og hefði gert nákvæmlega það sama)

Já kúlið og ég erum eitt, svífum saman á bleiku skýi svöl og glöð................

Svona er lífið á Reyðarfirði

(tek það fram að það tók mig ansi langan tíma að hnoða þessu inn því textinn leit svona út fyrst

góoan dagun læru vonur (langatöngin var ekki að ráða við þetta.....en allt fyrir fan-in

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim