Goldielocks and the gang......

You love me!!!!! je, je everybody loves me!!!!!

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Nýtt ár.....ný markmið!!!!!

Í dag var ég spurð hvort ég hefði sett mér áramótaheit....svarið var einfalt! Nei það gerði ég ekki, kannski vegna þess að ég stóð ekki við það seinasta sem ég setti sem var að vera duglegri að heimsækja fólk, jú jú kannski var ég duglegri en árið þar á undan en engan veginn nógu dugleg :).....

en í stað þess að setja mér áramótaheit þá ætla ég bara að setja mér nokkur markmið (um að gera að hafa nógu mörg því þá falla þau í skuggann sem ég ekki næ og einhverjum næ ég :)

 1. Ég ætla að veiða mér til matar á fyrsta dagatalsmánuði þessa árs
 2. ég ætla að fá hreindýraleyfi
 3. ég ætla til USA með Anný
 4. Ég ætla til Köben með systrunum að hitta elsku systu mína í Danmörku
 5. Ég ætla að vera dugleg í ræktinni
 6. ég ætla að klára húsið fyrir sumarið :)
 7. Ég ætla að vera góð mamma
 8. ég ætla að vera góð systir
 9. ég ætla að vera góður vinur
 10. ég ætla að dugleg
 11. ég ætla að byggja hús
 12. mig langar í amk eina nýja byssu á árinu :)
 13. ég ætla að vera dugleg í fimleikum
 14. ég ætla að vera dugleg að heimsækja vini og vandamenn :)
 15. ég ætla að vera hamingjusem með allt sem ég á en ekki bara þrá eitthvað sem ég ekki á
 16. svo ætla ég að gera margt fleira :)

draumfarir.......

í nótt sem og svo oft áður dreymdi mig gamlar ástir og alltaf vakna ég jafn hissa en samt full vellíðunar eftir slíka drauma...... En í beinu framhaldi koma þó alltaf vangaveltur.

Í nótt dreymdi mig fornar ástir með æskuástinni minni honum Óla og við vorum ung og ástfangin í þessum draumi ...... en á sama tíma og þessir draumar eru skemmtilegir og vakna ég með þennan fíling í maganum eins og maður finnur fyrst þegar maður er "ástfangin" þá velti ég því fyrir mér hvers vegna Óli er oftast í þessum draumum, af hverju ekki fyrsta raunverulega ástin? af hverju ekki núverandi maki???? ekki veit ég svörin við því en er svo sem ekkert að missa mig yfir því heldur :) fyrir mér eru þetta bara skemmtilegir draumar og allt í lagi að dreyma þá einstöku sinnum og hef bara gaman að þessu (svo sem ekki það versta sem fer í gegnum minn klikkaða haus á nóttunni :)

jæja dúllurnar mínar, núna ætla ég að vera ógó dugleg að blogga en ég nenni ekki að skrifa nema einhver sé að heimsækja mig (svona er nú það) þannig að allir sem hingað koma VERÐA að kvitta fyrir veru sinni....

p.s Gleðilegt ár og takk fyrir allt gamla kæru vinir og vona ég að hitti sem flest ykkar á árinu hvort sem það er á förnum vegi í stuttu spjalli eða meira........

knús og kossar

Inger nutter :)

8 Ummæli:

 • Þann fimmtudagur, janúar 03, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

  Gleðilegt nýtt ár.
  Vona að þú standir við það sem er á listanum.

  Kveðja Sigurpáll

   
 • Þann laugardagur, janúar 05, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

  Já takk fyrir það...

  Ekki amaleg markmið á listanum hjá minni :) Góð :)

  Kveðjur úr Álversbænum

   
 • Þann mánudagur, janúar 07, 2008 , Blogger Unknown sagði...

  Gleðilegt ár! Ég kíki reglulega hingað inn, þú ættir að bæta við markmiði að blogga meira á nýja árinu. Og þú átt að segja til Ameríku með AnnýJU :)

   
 • Þann mánudagur, janúar 07, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

  Hæhæ ég var hér og kíki reglulega :) Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla og að sjálfsögðu fyrir dömuna, ekkert smá flott :)

  Kveðja
  Systa

   
 • Þann föstudagur, janúar 11, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

  hey kelling... brussan kikir á þig stundum
  kv
  Hronnsla pönnsla

   
 • Þann föstudagur, janúar 11, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

  Hæ skvís
  Mér líst nú bara vel á þessi markmið hjá þér, veit samt ekki hvort það að veiða sjálf í matinn og að eiga byssur sé my thing EN vonandi rætist það hjá þér... Þetta með drauma!!!!! Tja eigum við ekki bara að njóta þeirra, ekkert að vera að hugsa of mikið um hvað þeir þýða hehe, gæti verið hættulegt;-)
  Kær kveðja
  Steffí

   
 • Þann sunnudagur, janúar 13, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

  Góð markmið á nýju ári Inger mín, þá er bara að standa við þau. En bíddu bíddu bíddu!! Vantar ekki eitthvað þarna inn í, er enginn Níels í markmiðunum?? Hehe... Við sem vorum að bíða eftir brúðkaupsmarkmiðum eða amk. að sjá Níels beran að ofan með hamar og nagla í hönd að ditta að húsinu í smiðsbuxunum, eða ætlar mín kannski að vera ber að ofan í allt sumar með tólin í hönd, ahahahahaha!!! Kannski minna spennandi fyrir okkur the ladies að horfa á það en jæja þá er bara nóg fyrir karlpeninginn að sjá ;) ;)

  Hafið það gott elskurnar

  kv. Kiddý og co.

   
 • Þann þriðjudagur, janúar 15, 2008 , Blogger Inger sagði...

  þið eruð algjör krútt dúllurnar mínar :) knús á línuna ætla að henda inn tilgangslausum pælingum mínum áfram :)

   

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim