Goldielocks and the gang......

You love me!!!!! je, je everybody loves me!!!!!

miðvikudagur, janúar 16, 2008

update....

jæja hérna kemur smá update, Rakel elskan er búin að eignast litla stelpu sem ég hlakka til að sjá! til hamingju með Inger litlu Rakel, Jói og Benjamín Reynir :)

Annars fór ég að heimsækja einn vinnufélaga minn í morgun sem á litla 4 vikna stelpu og ég sver það eggjastokkarnir fóru alveg á milljón og mig langaði raunverulega í barn (sem mig hefur ekki langað í lengi).....á leiðinni í vinnuna fór svo röksemdin í gang og ég velti því fyrir mér hvort maður ætti að hlusta á röksemdina (sem lets face it ef maður gerði þá myndir maður eflaust aldrei eignast þessi dýr) eða bara fuck it hætta þessu getnaðarvarnarrugli og bara go for it ;) því lets face it (again) its now or never!!!!!! Röksemdin kom með, oh ungbarnadæmi næstu tvö árin, dagmamma svo leiksskóli og allt sem því fylgir.....og hver nennir að passa þrjú börn,ekki hægt að drekka þegar manni langar og so on......
en allt í einu langar mig í barn númer 3!!! soldið spes en svona er það nú samt, maður ætti kannski bara að taka þessa umræðu með viðhenginu (og skal enginn vera mógðaður fyrir hans hönd, mér persónulega finnst ekkert svo slæmt að vera kallaður viðhengið mitt, því eins og kannski flestir sem mig þekkja vita að mér finnst ég sjálf oftast frábær :)) eða elskulegum manni mínum......????spurning

svo er ég að fara til Köben að hitta elskulega systir mína (og þá kannski vonandi að maður geti dregið Steffí með á eitt fyllrí líka fyrst maður er á hennar "heimaslóðum"...kannski maður bara hrynji í það í Köben og komi svo bara heim og detti í hug að eignast annað barn ...kemur í ljós.

annað í gær byrjaði í vinnunni heilsuátak, 12 vikur af sem byrjuðu á því að við fórum í mælingu og þolpróf og fengum niðurstöðu strax, svo eigum við að massast í 12 vikur og sá sem kemur best út eftir 12 vikur (einhver formúla fyrir því ekki bara kíló eða slíkt) vinnur keppnina...

niðurstöður mínar voru eftirfarandi og svo var tikkað við þrjá kalla bros/hlutlausan/fýlu
Þyngd/BMI: 87,6kg / 30 (hlutlaus kall)
Fituhlutfall: 36% (hlutlaus kall)
Blóðþrýstingur: 100/70 (broskall)
Kólesteról: 4,87 (broskall)
Blóðsykur: 4,6 (broskall....hefðu nú haldið að blóðið mitt væri meira og minna sykur en svona getur þetta komið manni á óvart :)
Ummál mittis: 103 (hlutlaus kall) á víst að vera milli 80-88cm og ég er þegar við spáum í það meter í ummál, sem er ekki gott
þoltala: 36,5 sem er víst gott ENDA LABBAÐI ÉG FIMMVÖRÐUHÁLSINN Í SUMAR (ennþá að lifa á því) og broskall fyrir það.............

og talandi um svona niðurstöður þá verð ég að tala um það hversu einkennilegt mér finnst það að konur sérstaklega vilja alls ekki segja hversu þungar þær eru.....com on það sést alveg hvort við séum grannar,búttaðar,feitar eða spikfeitar...ég er t.d núna feit, eftir 5-7kg verð ég búttuð og eftir 15-20kg verð ég grönn þannig er það nú bara!!! á kannski aðeins of mikið af "fatso" dögum í dag en þrátt fyrir það upplifi ég mig bara ok, amk labba ég alveg um heima hjá mér nakin og ég fer ekki í vinkil þegar maðurinn minn snertir mig einhversstaðar á líkamanum enda skammast ég mín ekkert fyrir hann, lét hann bara fitna aðeins meira en ég ætlaði mér en til þess að taka polyönnuna á þetta þá borgaði ég "good money" fyrir hvert gramm utan á mér :) (og mun svitna mun meira en ég gerði við að koma þeim á við það að koma þeim burt ;) og ég veit að sumir segja að aðeins ljótt fólk segi svona en í alvörunni þá kemur bjútí from within!!!!!!! hver kannast ekki við ógeðslega leiðinlegu stelpuna sem jú er ógó flott í vextinum en af því að hún er svo ógeðslega leiðinleg þá basicly verður hún ljót og yndislegu feitu frænkuna sem geislar af fegurð vegna þess að hún er bæði góð,skemmtileg,gefandi og yndisleg mannvera!!!!!!

svona ykkur að segja þá myndi ég meira segja taka nokkur kíló í viðbót á mig til þess að halda mínum persónuleika heldur en að skipta því út fyrir útlit fyrirsætu......

en nóg um fatsó pælingar, meira um almennar pælingar síðar

Inger

6 Ummæli:

  • Þann miðvikudagur, janúar 16, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Já, Inger mín þú verður seint talin feimin týpa....
    En ég hlakka til að hitta þig hér í Köben í byrjun febrúar;-)
    Luv Steffí

     
  • Þann fimmtudagur, janúar 17, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Alveg sammála þér með að persónuleikinn skipti mestu máli. Held samt að margir "gleymi" því. Allavega nenni ég ekki að eyða ævinni umkringd fólki sem ég á ekki samleið með.
    Tóta G

     
  • Þann laugardagur, janúar 19, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Svo satt :)
    kv.Auður fyrrverandi fimleikaböddí

     
  • Þann sunnudagur, janúar 20, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hey beib. Já þú ert sko ekki sú eina sem er að velta þessu 3. barns dæmi fyrir sér. Hef ávallt verið ákveðin í að eiga ekki fleiri en á þessu nýja ári hefur eitthvað gerst í mínum meðallitla haus og endalausar vangaveltur um hvað skuli gera. HEf einmitt verið að segja it´s now or never en komist að þeirri niðurstöðu að svo þarf sko alls ekkert að vera því við erum jú bara rétt skriðnar yfir þrítugt svo það eru alveg fáein ár sem við höfum, allavega svona 2-3 og þú þá væntanlega 2-5 myndi ég segja ;)
    Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessum líka skemmtilegu pælingum, aha!!

    K

     
  • Þann mánudagur, janúar 28, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Umm, "litla" barnið mitt er níu ára í dag og "stóra" að verða 12. Þetta er svooooooo ljúft. Verður líka að takast inn í reikninginn.

     
  • Þann miðvikudagur, apríl 02, 2008 , Blogger Addý Guðjóns sagði...

    Alltaf gaman að rekast á "ný" blogg. Vonandi veltirðu þessu með þriðja barnið ekkert alltof mikið fyrir þér, það er oft best bara að hrökkva eða stökkva og hugsa hvorki om orsök né afleiðingu. Ég á einmitt von á þriðja gemsanum núna í byrjun maí. Þetta er pís off keik. Eða þannig...
    Kveðjur á klakann,
    Addý.

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim