Goldielocks and the gang......

You love me!!!!! je, je everybody loves me!!!!!

mánudagur, janúar 12, 2004

Annars var ég búin að lofa ykkur "æsispennandi" menningasögu af mér, so here goes!
Fimmtudaginn seinasta gerðist ég menningarfrömuður mikill og fór með menningarklúbbnum round table á sinfóníutónleika í háskólabíó! ekki síðri tónleika en hina rómuðu vínartónleika. Þar var einhver Aursari sem stjórnaði hljómsveitinni sem talaði svo ógeðlega fyndna ensku að ég átti bágt með mig og ennþá fyndnara var að hann talaði um tónskáldin af svomikilli ástríðu og ánægju að maður gat ekki annað en lifað sig "aðeins" inní þetta. T.d. sagði hann (með svipaðri málísku og Abú í Simpsons) won tásend pppleiers in da hallllll, með gífurlegri áherslu á T-ið í tásend..... svo dillaði hann sér eins og dópisti með tremma...... frekar fyndið. Eitt skipti var hann að leggja RÁNDÝRU Giovanni fiðluna sína frá sér og snéri rassinum í áhorfendur og lagið góða "shake´n that ass" hljómaði vel og lengi í hausnum á mér og sá ég fyrir mér frekar fyndið atriði. Fram kom svo þessi ljómandi sæta kona að góla með hljómsveitinni og þrátt fyrir að hafa sungið alveg ljómandi vel, féll dómur um það að tenórarnir þrír eiga bara að sjá um minn óperusöng= karlmenn í óperu, konur ekki. En það er minn smekkur!!!! Alveg fyndnast fannst mér að það var eiginlega bara kvöð að klappa fólkið upp að minnsta kosti 8 sinnum eftir að hverju "atriði" lauk annars var maður bara eins og hálviti þarna, SNOBB, segi ekki meir. En a.m.k. var ég vakandi allan tímann (sem er ekki það sem ég get sagt um alla) og eftir á að hyggja þá var niðurstaðan sú að mér líkar fínt við klassíska tónlist en vill bara hafa hana í Cd-spilaranum mínum heima og láta aðra um að gúrkast á svona viðburði.......

Annars rifjast alltaf upp fyrir mér á svona menningarviðburðum hvað ég þoli ekki svona lista,menningarshit.... myndi ekki fara á listasýningu nema að Helena systir væri að halda hana og greini ekki málverk,tónverk,gjörning eða annað shitt eftir öðru en FLOTT,LJÓTT - SKEMMTILEGT-LEIÐINLEGT. Hef ekkert að gera við, "sérðu dýptina í þessu?" eða Gvöð hvað þetta er súrelískt? gæti bara alveg ælt. Þoli ekki heimspekilegar eða listrænar gúrkur og hana nú....

Kannski er það vegna þess að ég get ekki séð ljóð án þess að kúgast af viðbjóði, rifjast upp fyrir mér seinasta ljóðapróf, kom eitthvað ljóð um einhvern sköllóttan karl og eitthvað shitt tengt því og ég hélt að ég myndi gubba við að reyna að finna einhverja aðra merkingu af þessu, man ekki einu sinni hvaða vitleysa vall upp úr mér (eflaust ein sú mesta þvæla, því að ég rétt náði áfanganum með falli) en merkingin var sem sagt, einhver ádeila á jörðina og umgengni hennar... MY ASS........ er ekki nógu djúp fyrir svona krapp og það verður bara gjöruðu svo vel að fá að vera þannig og segi bara

AUKAPEYSURNAR- NÁÐARROÐI- NÁÐARFROÐA

Hvað segja þessi orð ykkur? sátt við þau eða???? endilega kommentið á það....

Jæja gott um það að segja að stóra dýrið mitt er fimm ára í dag!!!! til hamingju með það, fyndið var að hann vildi ekki fara með "sykur" á leikskólann í dag þannig að eftir skvassið í morgun eyddi ég morgninum í að skera niður ávexti fyrir 5000 kr í skál fyrir dýrin og setja popp í poka. Dugleg og Holl mamma!!!! annað eins hefur og mun eflaust aldrei sjást á leikskólanum....en fyndna var að þetta voru óskir barnsins en ekki mína..... hefði bara slegið í eina Betty eða splæst á kassa af íspinnum ef hann hefði ekki verið með einhverjar hollistu óskir.... Góða mamman (eða hitt og heldur)....

Jæja sé ykkur síðar....verið nú dugleg að skrifa í Talk to hand.... svo að ég hafi eitthvað að gera....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim