Jæja ætli það sé nokkuð komin tími til þess að skrifa inn á bloggið ...hva ekki nema 1 og hálf vika síðan ég skrifaði seinast!!!!
Málið er að vikan mín er bara búin að vera steypa!!!!! svo þegar steypan er búin þá hef ég verið að lita og klippa landann af einskærri snild :)...... en,en bjartir tímar framundar!!!!! CC og ég, A.K.A skemmtinefnd Sos pía erum að fara að skipuleggja tjútterí fyrir þær laugardaginn 20. mars og gefum okkur væntanlega ekkert minni tíma í það heldur en SÓLAHRING AÐ HÆTTI SPASSANNA núna á laugardaginn. Veit ekki hverju ég á von á nema vel skipulögðum degi (sólahring) af CC minni. Hlakka svo mikið til að ég sé vart ástæðu til þess að vera í vinnunni lengur og það er fimmtudagur!!!!!!
Jæja verður maður ekki að gefa ykkur eina skemmtilega sögu af sér svona fyrirfram til þess að þurfa ekki að skammast sín of mikið fyrir bloggleysi (hafði ekkert að segja hvort sem þið trúið því eða ekki)......
Hvað get ég sagt.... ekki má það vera of svæsið!!ef til vill segi ég ykkur bara sögunna af því þegar ég fór með kananum upp á völl!!!! flestir hafa nú þegar heyrt þessa ágætis sögu en ég held að ég hafi ekki sett hana á prent áður!!!!!!
Þannig var að ég ,Steffí og Elma vorum að fara að hitta skemmtinefndir annara skóla á trjúttið eitt gott lauagardagskvöld. Elma og steffí komu að ná í mig og þá sat ég við saumavélina eins og öskubuska á leiðinni á ballið. Ég var nota bene að sauma mér kjól fyrir kvöldið (talandi um að redda sér). Sikk sakk frágangur komst í tísku vegna þess að ég hafði engan tíma til þess að vanda fráganginn á þessum líka ágætis kjól. jæja í partýið var farið og þar var víst nóg drukkið. Man ekkert sérstaklega eftir því en næsta minning er fyrir framan stjórnarráðið (nánartiltekið tröppurnar) þar sem við þrjár þóttumst vera "skjól" hjá hver annarri meðan hinar sinntu kalli náttúrunnar. Þegar þarna er komið er ég augljóslega (ásamt samferðakonum mínum) orðin ansi snepluð.... því einhvern vegin tóks mér ekki að hífa niður um mig brókina áður en ég ákvað að pissa þannig að ég vippaði mér bara úr þeim og henti í ruslið (a.m.k. segir minninginn það gæti alveg eins verið á grasið hjá stjórnarráðinu ... væri alveg mæ stæl)...jæja sem betur fer var kjóllinn síðkjóll (reyndar það síður sökum tímaskorts í hönnun og framleiðslu að hann var orðin blautur upp að hnjám). Næsta minnig tekur mig inn á Tunglið (af öllum stöðum) þar sem stóð einhver svaka DJ töffari upp á sviði að þeyta skífum veit ekki alveg hvaða fífli datt í hug að hafa stiga upp á svið einungis til þess að veita ofurskutlum sem mér greiðan aðgang að "frægðinni". Reyndi eitthvað að tjá mig við kauða (eflaust til þess að fá eitthvað extra sexy lag á fóninn) en eitthvað var hann ekki að hlýða minni þannig að til þess að halda kúlinu þá akraði mín eftir sviðinu að stiganum, snéri sér við sagði eitthvað ógó kúl og ætlaði svo að arka niður stigann!!!!!! ætlaði var gott orð því að exitið var ekki alveg eins kúl og það var planað... því að í staðinn fyrir að labba eins og Hófí karls niður stigann í síðkjólnum góða þá flækti ég mig í einhverju snúrushiti og flaug eins og lélegur áhættuleikari niður stigann. Steffí og Elma tóku vel á móti mér í síðast fallinu þar sem ég stökk á fætur til þess að halda KÚLINU. var ákveðið að skella sér á WC-ið áður en við skelltum okkur í bæjargönguna sem þá tíðgaðist. Jæja Inger alltaf jafn fyndinn tróð inná sig helli stórri klósettpappírsrúllu og arkarði með hana um bæinn að þykkjast vera ólétt (talandi um ljóskurnar...spurning hvort fólk hafi ekki alveg trúað mér með stóra flata asnalega kúlu framan á mér....) jæja spellið entist nú ekki lengi því að auðvitað missti ég "vatnið" og rúllaði risastór kósettpappírsrúlla um Austurstrætið án þess að ég kannaðist nokkuð við málið!!!! hef ekki hugmynd um hvað klukkan var þarna en einhverra hluta vegna er ég allt í einu orðin ein og engan veginn til í að fara heim að sofa (enda stuðbolti mikill) og rekst þarna á hóp manna sem reyndust vera kannar af vellinum. Ég sem hinn sanni Íslendingur þykkist nú ætla að kenna þeim að detta í það "the Icelandic way" og ákvað að fara upp á hervöll í eftirpartí!!!!!!!! fer upp í einhvern minivan fullan af svertingjum einum Red neck og íslensku gyðjunni. Mín ekkert að slá af og reytti af sér brandarana alla leiðinna. Þegar við erum að nálgast hervöllin segir einn svertingjanna við mig (tek fram að ég man enginn nöfn né andlit þessara manna) að honum finnist þetta ekki mjög sniðug hugmynd hjá mér!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! bíddu obobob... sellurnar voru greinilega í löngu orlofi því allt í einu átta ég mig á því hvað í djöflinum ég sé að gera og ímynd um grófa hópnauðgun fer að poppa upp í hausnum á mér. Fer að meta stöðuna, stödd einhverstaðar á Reykjanesinu með 1000 kall í veskinu og ekkert annað en fína kjólinn minn, úrið og brjóstarhaldarann (það var sumar). Ég ákvað náttúrulega að sjarmera þessa vitleysinga í það að skutla gyðjunni aftur heim og það tókst (enda þvílíkt sexý í glasi). Nema að þeir þurftu að skutla genginu öllu á base-ið fyrst og ég þurfti víst að bíða í einhverju "watch boxi" við innganginn en þar var lögga og einhver GI JOE að "passa" mig á meðan. Þarna sit ég með skottið milli lappana að reyna að halda einhverju að kúlinu (sem þó hafði ekki verið með mér allt kvöldið) þó orðin nokkuð meðvituð um útganginn á mér og alveg viss um að það væri tattúverað á ennið á mér "KANAMELLA". Fer að gramsa í veskinu mínu og finn eina Camel (sem Pétur hefur eflaust átt....eða vonandi) og í sömu andrá er mér boðið kaffi (sem einmitt allir vita að ég drekk ekki ) og ég bara ógó svöl á því " já spurning um að taka eina sígó og kaffi???? Þegar möggan fer að hella þessari svörtu leðju í bollann spyr ég hvort hann eigi ekki mjólk í kaffið "drekk það nefnilega alltaf svoleiðis!!!!" réttir mér svo bollan með einu því versta kaffi sem í bolla hefur farið það er ég viss um , landi í mjólk hefði verið betra!!!!! ég náttúrulega bara "hey áttu eld???" hann gefur mér eld en í ljós kom að sígarettan var brotin og ég ákvað að reyna að púsla henni aftur í filterinn en það gekk víst eitthvað illa þannig að gellan bara henti honum og bað hiklaust um eld!!!!!!!! hélt að ég myndi æla á staðnum, en púaði sígarettuna með einskærrum sjarma!!!! Möggan spyr með voða rólega " hvað reykir mín bara filterslaust eins og ekkert sé??????? mín að sjálfögðu svarlari en andskotinn (or not) og segir " já,já, það er ekkert mál...svo lengi sem það er camel!!!, hóst,hóst". Jæja ferðin endaði svo á því að tveir svertingjar skutluðu mér heim á "Jörfabakkann" (nota bene átti heima á Grýtubakkanum) klukkan að verða 8 þar sem Pétur beið mín heima (svolítið hissa en þekkti samt sína konu)..... . En kurteisin var framar öllu(eins og alltaf) því að ég bauð þeim í Partý daginn eftir...... Hey guys, just come to Radioroad 2 (útvarpsvegur)and there will be lots of Girls just as fine as me there!!!!!!!!!!!!!! hitti þá aldei aftur.....
Inger
Málið er að vikan mín er bara búin að vera steypa!!!!! svo þegar steypan er búin þá hef ég verið að lita og klippa landann af einskærri snild :)...... en,en bjartir tímar framundar!!!!! CC og ég, A.K.A skemmtinefnd Sos pía erum að fara að skipuleggja tjútterí fyrir þær laugardaginn 20. mars og gefum okkur væntanlega ekkert minni tíma í það heldur en SÓLAHRING AÐ HÆTTI SPASSANNA núna á laugardaginn. Veit ekki hverju ég á von á nema vel skipulögðum degi (sólahring) af CC minni. Hlakka svo mikið til að ég sé vart ástæðu til þess að vera í vinnunni lengur og það er fimmtudagur!!!!!!
Jæja verður maður ekki að gefa ykkur eina skemmtilega sögu af sér svona fyrirfram til þess að þurfa ekki að skammast sín of mikið fyrir bloggleysi (hafði ekkert að segja hvort sem þið trúið því eða ekki)......
Hvað get ég sagt.... ekki má það vera of svæsið!!ef til vill segi ég ykkur bara sögunna af því þegar ég fór með kananum upp á völl!!!! flestir hafa nú þegar heyrt þessa ágætis sögu en ég held að ég hafi ekki sett hana á prent áður!!!!!!
Þannig var að ég ,Steffí og Elma vorum að fara að hitta skemmtinefndir annara skóla á trjúttið eitt gott lauagardagskvöld. Elma og steffí komu að ná í mig og þá sat ég við saumavélina eins og öskubuska á leiðinni á ballið. Ég var nota bene að sauma mér kjól fyrir kvöldið (talandi um að redda sér). Sikk sakk frágangur komst í tísku vegna þess að ég hafði engan tíma til þess að vanda fráganginn á þessum líka ágætis kjól. jæja í partýið var farið og þar var víst nóg drukkið. Man ekkert sérstaklega eftir því en næsta minning er fyrir framan stjórnarráðið (nánartiltekið tröppurnar) þar sem við þrjár þóttumst vera "skjól" hjá hver annarri meðan hinar sinntu kalli náttúrunnar. Þegar þarna er komið er ég augljóslega (ásamt samferðakonum mínum) orðin ansi snepluð.... því einhvern vegin tóks mér ekki að hífa niður um mig brókina áður en ég ákvað að pissa þannig að ég vippaði mér bara úr þeim og henti í ruslið (a.m.k. segir minninginn það gæti alveg eins verið á grasið hjá stjórnarráðinu ... væri alveg mæ stæl)...jæja sem betur fer var kjóllinn síðkjóll (reyndar það síður sökum tímaskorts í hönnun og framleiðslu að hann var orðin blautur upp að hnjám). Næsta minnig tekur mig inn á Tunglið (af öllum stöðum) þar sem stóð einhver svaka DJ töffari upp á sviði að þeyta skífum veit ekki alveg hvaða fífli datt í hug að hafa stiga upp á svið einungis til þess að veita ofurskutlum sem mér greiðan aðgang að "frægðinni". Reyndi eitthvað að tjá mig við kauða (eflaust til þess að fá eitthvað extra sexy lag á fóninn) en eitthvað var hann ekki að hlýða minni þannig að til þess að halda kúlinu þá akraði mín eftir sviðinu að stiganum, snéri sér við sagði eitthvað ógó kúl og ætlaði svo að arka niður stigann!!!!!! ætlaði var gott orð því að exitið var ekki alveg eins kúl og það var planað... því að í staðinn fyrir að labba eins og Hófí karls niður stigann í síðkjólnum góða þá flækti ég mig í einhverju snúrushiti og flaug eins og lélegur áhættuleikari niður stigann. Steffí og Elma tóku vel á móti mér í síðast fallinu þar sem ég stökk á fætur til þess að halda KÚLINU. var ákveðið að skella sér á WC-ið áður en við skelltum okkur í bæjargönguna sem þá tíðgaðist. Jæja Inger alltaf jafn fyndinn tróð inná sig helli stórri klósettpappírsrúllu og arkarði með hana um bæinn að þykkjast vera ólétt (talandi um ljóskurnar...spurning hvort fólk hafi ekki alveg trúað mér með stóra flata asnalega kúlu framan á mér....) jæja spellið entist nú ekki lengi því að auðvitað missti ég "vatnið" og rúllaði risastór kósettpappírsrúlla um Austurstrætið án þess að ég kannaðist nokkuð við málið!!!! hef ekki hugmynd um hvað klukkan var þarna en einhverra hluta vegna er ég allt í einu orðin ein og engan veginn til í að fara heim að sofa (enda stuðbolti mikill) og rekst þarna á hóp manna sem reyndust vera kannar af vellinum. Ég sem hinn sanni Íslendingur þykkist nú ætla að kenna þeim að detta í það "the Icelandic way" og ákvað að fara upp á hervöll í eftirpartí!!!!!!!! fer upp í einhvern minivan fullan af svertingjum einum Red neck og íslensku gyðjunni. Mín ekkert að slá af og reytti af sér brandarana alla leiðinna. Þegar við erum að nálgast hervöllin segir einn svertingjanna við mig (tek fram að ég man enginn nöfn né andlit þessara manna) að honum finnist þetta ekki mjög sniðug hugmynd hjá mér!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! bíddu obobob... sellurnar voru greinilega í löngu orlofi því allt í einu átta ég mig á því hvað í djöflinum ég sé að gera og ímynd um grófa hópnauðgun fer að poppa upp í hausnum á mér. Fer að meta stöðuna, stödd einhverstaðar á Reykjanesinu með 1000 kall í veskinu og ekkert annað en fína kjólinn minn, úrið og brjóstarhaldarann (það var sumar). Ég ákvað náttúrulega að sjarmera þessa vitleysinga í það að skutla gyðjunni aftur heim og það tókst (enda þvílíkt sexý í glasi). Nema að þeir þurftu að skutla genginu öllu á base-ið fyrst og ég þurfti víst að bíða í einhverju "watch boxi" við innganginn en þar var lögga og einhver GI JOE að "passa" mig á meðan. Þarna sit ég með skottið milli lappana að reyna að halda einhverju að kúlinu (sem þó hafði ekki verið með mér allt kvöldið) þó orðin nokkuð meðvituð um útganginn á mér og alveg viss um að það væri tattúverað á ennið á mér "KANAMELLA". Fer að gramsa í veskinu mínu og finn eina Camel (sem Pétur hefur eflaust átt....eða vonandi) og í sömu andrá er mér boðið kaffi (sem einmitt allir vita að ég drekk ekki ) og ég bara ógó svöl á því " já spurning um að taka eina sígó og kaffi???? Þegar möggan fer að hella þessari svörtu leðju í bollann spyr ég hvort hann eigi ekki mjólk í kaffið "drekk það nefnilega alltaf svoleiðis!!!!" réttir mér svo bollan með einu því versta kaffi sem í bolla hefur farið það er ég viss um , landi í mjólk hefði verið betra!!!!! ég náttúrulega bara "hey áttu eld???" hann gefur mér eld en í ljós kom að sígarettan var brotin og ég ákvað að reyna að púsla henni aftur í filterinn en það gekk víst eitthvað illa þannig að gellan bara henti honum og bað hiklaust um eld!!!!!!!! hélt að ég myndi æla á staðnum, en púaði sígarettuna með einskærrum sjarma!!!! Möggan spyr með voða rólega " hvað reykir mín bara filterslaust eins og ekkert sé??????? mín að sjálfögðu svarlari en andskotinn (or not) og segir " já,já, það er ekkert mál...svo lengi sem það er camel!!!, hóst,hóst". Jæja ferðin endaði svo á því að tveir svertingjar skutluðu mér heim á "Jörfabakkann" (nota bene átti heima á Grýtubakkanum) klukkan að verða 8 þar sem Pétur beið mín heima (svolítið hissa en þekkti samt sína konu)..... . En kurteisin var framar öllu(eins og alltaf) því að ég bauð þeim í Partý daginn eftir...... Hey guys, just come to Radioroad 2 (útvarpsvegur)and there will be lots of Girls just as fine as me there!!!!!!!!!!!!!! hitti þá aldei aftur.....
Inger
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim