Goldielocks and the gang......

You love me!!!!! je, je everybody loves me!!!!!

þriðjudagur, desember 16, 2003

Ég ætlaði að fara að halda áfram með pælingar gærdagsins en er eins og hræ hérna í vinnunni...er með æluna í hálsinum og eitthvað annað aðeins neðar í kerfinu :(....... ekki að gera það gott.... en THE SHOW MUST GO ON svo að ég ákvað að skrifa um eitthvað sem var fyndið á köflum (eftirá) en one of my lowest points ever, fyrr og síðar.

Vá hvað grasið ER grænna hinu megin...... eða er það??????

Einu sinni fyrir langa,langa löngu síðan var ég með strák sem mér þótti afskaplega vænt um og alveg óhætt að segja að ég elskaði hann á þessum tímapunkti. En sambandið var þó ekki að ganga eins vel og ætla mætti og margar ástæður eru fyrir því. Má þar nefna óþroska, samksiptavandamál og margt fleira..........Í slíkum tilfellum eru tveir kostir í stöðunni, annaðhvort að allir taka sig saman um að bæta ástandið eða slíta sambandinu.

Enn oft er það þannig að maður vill eiga kökuna og borða hana og flestir ef ekki allir vita að það gengur ekki alveg!!!! og hvernig þróaðist þetta hjá mér... skal segja þér það.

Þannig var það að sambandið var ekki að ganga enginn raunveruleg samskipti, kynlíf var ekki og við hefðum alveg eins geta sofið í sitthvoru húsi eins og í sama rúmi. Pétur var greinilega búin að ákveða þarna að þetta væri ekki að ganga en of mikil gunga til að gera eitthvað í því. Ég ekki tilbúin til að skoða þann möguleika einu sinni en leið alveg hræðilega, fann til stöðugrar höfnunar og merkilegt hvað það ástand hefur ekki skilið eftir sig nein "ör". Þarna var ég að stunda nám í f.b. og kynnist þar fullt af krökkum og þar á meðal var afar yndæll strákur sem þó hafði mun meiri vandamál en gengur og gerist. Að sjálfsögðu sá ég það ekki og verð afar heilluð af þessum strák, þó aðallega vegna þess að hann var einstaklega góður og hlýr og þrátt fyrir að Pétur sé það líka þá hafði þetta ófremdarástand ekki beint verið að sýna okkar bestu hliðar og því hafði lítið verið um það að við værum eitthvað að sýna hvort öðru þá væntumþykju sem flestir þurfa í sambandi. En þar með hefst framhjáhaldið í mínum bókum!!! mér finnst allt í lagi að daðra og allt í lagi að finnast karlmenn girnilegir og skoða þá vel og vandlega, en þarna var ég löngu komin yfir strikið. Ég var farin að ímynda mér hvernig væri að vera með honum en þó aldrei á kostnað þess að ég þyrfti að hætta með Pétri. Hugurinn náði ekki svo langt, mig langaði í allt. Svo kom að því að ég fer að djamma, fer á bjórkvöld með F.B og þar er þessi tiltekni maður en þar var Pétur líka. Minni mitt nær ekki alveg yfir það hvort einhver líkamleg snerting hafi átt sér stað (gæti hafa verið koss...ekki viss) en það skiptir ekki máli! upp komast svikin mín og það sem verra var að Pétur hafði gefið mér fullt af tækifærum til að segja honum frá þessu og vinna út frá því. En það hefði þýtt að ég hefði viðurkennt "pakkann"....... þarna tókst mér að særa meira en ég vill nokkurn tíman gera aftur!aðila sem ég elskaði þá, en þegar uppi var staðið þá var þetta ekki eitthvað sem endaði milli mín og péturs og ónefnda aðilans. Eins og oft þá hafa allar aðgerðir afleiðingar og þessi var enginn undantekning. Því eins og flestir vita þegar maður hættir með maka sínum þá hættir maður ekki bara með honum heldur heilli fjölskyldu og heilum vinahópum oft. Þetta leiddi það af sér að ég olli ekki einugis fjölskyldu minni vonbrigðum heldur heilu fjölskyldunum út í bæ og meira og minna allir höfðu neikvæða og svo sannarlega réttmæta skoðun á þessu ástandi mínu. Það þurfti ekki langan tíma til að átta mig á hversu rangt þetta hefði verið af mér og líðan mín var vægast sagt ömurleg (ég er alveg viss um að þótt að þessi maður hefði verið svokallaður draumaprinsinn minn þá hefði þetta samt verið ömurlegt því að svona grunnur getur ekki verið góður fyrir neitt "samband") Þónokkru seinna lágu leiðir míns og Pésa aftur og við náum nú að ræða málin og sáum hversu illa þetta hefði nú endað og einhvern veginn fengum við þá flugu í höfuðið að byrja saman aftur, mjög heimskuleg hugmynd! hefðum bara átt að láta okkur nægja að verða vinir á ný (þar er okkur ætlað að vera) en ekki taka saman því þrátt fyrir skamman tíma í sælu á ný fór sambandi á sama veg og einhverra hluta vegna þrjóskuðumst við í marga mánuði áður en við hættum svo saman endanlega 28.desember 1997.

Þessi ömurlega lífsreynsla hefur þó kennt mér margt um sjálfan mig, nú veit ég alveg hversu "auðvelt" það er að særa aðra og sjálfan sig, því að ég er nokkuð viss um að ég hafi komið verst og best út úr þessari reynslu. Aldrei vill ég valda sjálfri mér svona vonbrigðum aftur og hvað þá særa þá sem ég elska. En eflaust þurfti ég að ganga í gengum þetta til þess að læra og fyrir það er ég þakklát, því sumir læra aldrei !!!!!! Allar þær reynslur sem við öflum okkur bæði góðar og slæmar móta okkur sem einstaklinga og verðum við bara að kunna meta þær.......

kv Inger

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim